Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 165
ANDVARI
LJÓÐAÞÝÐINGAR VESTUR-ÍSLENZKRA SKÁLDA
163
hvort heldur litið er á hugsun, rím eða málfar; sem nokkra sönnun þess skal
hér tilfæra fimmta erindið í „Náttgalaóðnum":
Eg greini ei blómin fast við fætur mér,
nú finn eg ilminn skógargreinum hjá.
En gegn um húmið augað innra sér
þann undrasvip á vorsins mildu brá,
er klæðir grösum grund, sem ávöxt ber,
og græðir aftur vetrar kuldasár.
Skammlífar fjólur fram úr laufi gá.
Frumgróður Hörpu er
hin fagra rós, með daggarblik um brár,
þar býin flögra sumarkveldi á.
Eftir útkomu kvæðabókar hans birti Sveinn fleiri þýðingar úr ensku í vestur-
íslenzkum blöðum og tímaritum, og verða hér nefndar tvær frá seinni árum:
„Blómidon höfðinn" efrir Watson Kirkconnell (Tímarit Þjóðræknisfélagsins
1958), náttúrulýsing með sögulegu ívafi, og „Skákborðið" eftir Robert Bulwer
Lytton (Lögherg-Heimskringla 1. apríl 1965), táknrænt ástarkvæði og mjög
haglega ort. Bæði eru kvæði þessi vel þýdd, en þýðingar Sveins í heild sinni
bera því vitni, að hann vandaði til þeirra.
í Kvæðahók Kristjáns S. Pálssonar (1886—1947) eru þýðingar tveggja kvæða
og eins bænarsálms, allar úr ensku, en höfunda eigi getið. Kvæðin eru „írskur
flugmaður spáir dauða sínum“ (þýtt 1943) og „Blástakkur litli“. Má af þessum
erindum úr fyrra kvæðinu glöggt sjá, hve lipurlega þýðingin er gerð, enda var
Kristján listfengt skáld:
Mig knúði ei lög né lýðsins skjall,
mér láði ei neinn að sitja hjá.
Hin eina hvöt, hið eina kall,
var ævintýra von og þrá.
Mér virtist ævin eymdarkíf,
sem enga von í skauti ber.
Og þennan leik, og þetta Iff,
og þennan dauða kaus ég mér.
Þýðingin „Bæn trúarinnar“ sver sig í ætt ril frumortra andlegra ljóða skálds-
ins um ljóðrænu, einlægni og trúarvissu.