Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 148
146
RICHARD RECK
ANDVARI
Sá hugsunarháttur, sem hér kemur fram, á sér hliðstæðu í frumortum kvæð-
um þýðandans, sem oft eru íhygli þmngin.
Sigfús B. Benediktsson (1865—1951), sem kunnur var fyrir útgáfu íslenzkra
blaða og tímarita vestan hafs, fékkst einnig allmikið við ljóðagerð, og kom út
ein kvæðabók eftir hann, Ljóðmæli. Síðar birti hann margt frumortra og þýddra
kvæða í vestur-íslenzkum blöðurn og tímaritum, sem eru stómm betur ort og
ljóðrænni en fyrri kvæði bans, þótt athyglisverð væru sem tjáning róttækra
skoðana hans í þjóðmálum og frjálslyndis í trúmálum.
Af þýðingum hans má, meðal annarra, nefna „Nostalgia" (Heimþrá) eftir
Edwinu Yager (Lögberg 20. ágúst 1936), en það kvæði var þýtt úr kanadíska
stórblaðinu Winnipeg Free Press. Það er all-langt, og fara hér á eftir fjögur
fyrstu erindin, og gefa þau lesendum í skyn bæði efni kvæðisins og meðferð
Sigfúsar á því í þýðingu sinni samhliða valdi hans á rnáli og rími:
A tíu þúsund vegu eg skilnað harma hlýt:
Eg harma þegar söngfuglsins óðs ei lengur nýt.
Og þegar greinar trjánna mér bera’ ei þeysins þyt,
eg þögul bíð og hlusta — og ein og döpur sit.
Og þegar húmið breiðir sig yfir fjall og fjörð,
þá 'fyllist sál mín hryggðar — eg er nú svona gjörð.
Því dagsins iþá eg sakna — þess lífs er ljós hans gaf,
en líka sakna eg heimsins — þá allt i draumi svaf.
Ó, yndisvana sál, sem að unir stormsins raust,
still innri strengi hjartans — þó svalt sé lífsins haust;
því vindurinn mun aftur í greinum gnauða hátt
og gefa þreyttu hjartanu 'fjör og nýjan mátt.
Og aftur mun á rúðunum regnið skemmta sér
og rofa til í skýjunum — sem í hjarta mér —
og aftur stjarnan tindra svo himinblíð og blá,
og blessað nýja vorið mun aftur svífa hjá.
Viðamest og merkust al þýðingum Sigfúsar er þó, að því er ég til veit, þýð-
ing hans af hinu víðfræga kvæði „Vestanvindurinn" (Ode to the West Wind)
eftir Percy Bysshe Shelley. Þýðingin birtist í Lögbergi (23. sept. 1943) og er til-
einkuð séra Runólfi Marteinssyni, en hún var gerð að áeggjan hans, eins og þýð-
andinn tekur fram í meðfylgjandi skýringu; lætur hann þess jafnframt getið,