Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 16
14
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVAIÍI
ing, M. Gruner að nafni, sem hafði ferðazt til Islands og var að semja
rit um jarðrækt á Islandi. Hann þurfti að fá þýdd íslenzk heinrildarrit. Það
varð úr fyrir milligöngu Boga, að Jónas tók að sér að þvða þessi rit á dönsku,
en það mál las Gruner, og skyldi Jónas fara með honurn til Berlínar og
annast þessar þýðingar þar sumarið 1908. Hélt hann þangað strax urn vorið
og notaði þann tírna, þegar hann vann ekki að þýðingum, til að kynna sér
söfn og helztu byggingar borgarinnar. Til þess að læra málið gekk hann
í Kristilegt félag ungra manna, sótti fundi þess og fór með því í stutt ferða-
lög. Kvöldin notaði hann til þess að lesa þýzka sögu, og las hann einkum
um Bismarck og tímabil hans. Jónas var hrifinn af Bismarck á ýmsan hátt.
Þá las hann þýzku skáldin Goethe, Sclnller og Heine og segir m. a. frá
því í bréfi, er hann sá Faust leikinn. Sýningin tók 5—6 klst., og stóð Jónas
allan tímann, því að efni leyfðu ekki, að keyptur væri dýrari aðgöngumiði.
Þá fékk Jónas leyfi til að sækja kennslustundir í ýmsurn skólum. Þegar
leið að hausti, hélt hann suður Þýzkaland, en för hans var heitið til Bret-
lands, en þar hafði hann ákveðið að dveljast næsta vetur. J för sinni heim-
sótti Jónas ýmsar borgir, og var hann einkum hrifinn af söfnum í Dresden.
Þegar til Bretlands kom, útvegaði Jónas sér vist á Ruskin College í
Oxford. Skóla þennan hafði frægur rithöfundur og listfræðingur, John
Ruskin, stofnað, og var honum ætlað að mennta væntanlega verkalýðs-
foringja. Jónasi féll fyrirkomulag skólans vel, en kennslan tæplega eins,
og lagði hann því kapp á að lesa mikið sjálfur. 1 jólaleyfinu fór Jónas til
Parisar, en þar heimsótti hann sýslunga sinn, Guðmund Finnbogason, er
dvaldist þá við framhaldsnám þar. Þegar hann kom aftur til Oxford úr jóla-
leyfinu, voru fararefni komin að þrotum, og hefði hann sennilega orðið
að snúa heim, ef honurn hefði ekki borizt óvænt fyrirgreiðsla. Hann fékk
bréf frá Jóni Þórarinssyni, sem þá var nýlega orðinn fræðslumálastjóri. Það
var efni bréfsins, að Jón bauðst til að sækja fyrir Jónas um 500 kr. viðbótar-
styrk til þingsins og falaði hann jafnframt í samráði við séra Magnús Helga-
son, er þá var orðinn skólastjóri Kennaraskólans, sem kennara við skólann,
þegar hann kæmi heim. Fjárhag Jónasar var þannig hjargað, en ástæðan
til þess, að Jón og Magnús höfðu fengið þetta álit á ókunnum og óreynd-
um sveitapilti, var sú, að Guðjón Baldvinsson hafði gengið á fund þeirra,
án þess að Jónas vissi um það, og hvatt þá eindregið til að fá Jónas í þjón-