Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 157
ANDVARI
LJÓÐAÞÝÐINGAR VESTUR-Í SLENZKRA SKÁLDA
155
Auk þeirra þýðinga, sem Gísli gerði sérstaklega að umtalsefni í inngangs-
ávarpi sínu, eru í þessari seinni ljóðabók hans ýmsar aðrar mjög athyglisverðar
þýðingar, t. d. „Haustraddir“ eftir ameríska skáldið Henry van Dyke, „Kvöld-
hugsun“ og „Ingiríður frá Sléttu“ eftir B. Bjömson, og „Raf“ eftir H. Drach-
mann.
I heild sinni eru þýðingar Gísla prýðisgóðar, bera vitni næmu brageyra hans
og smekkvísi um málfar; hinir mörgu söngtextar em ómrænir, og þá um leið
einkar sönghæfir, og kemur þetta ekki á óvart, því að Gísli er í eðli sínu, um
annað fram, ljóðrænt skáld, eins og frumort kvæði hans sanna.
Hjálmar Gíslason (1876—1960) var ekki mikilvirkur í ljóðagerð, að dæma
af þeim kvæðum hans, sem á prent komu vestan hafs, og ekki gaf hann út neitt
safn ljóða sinna, en nokkur þeirra og lausavísur eru í kvæðasafninu Alclrei
gle-ymist Austurland, sem bera því vitni, að liann var maður hæði smekkvís
og hagur á bundið mál. Ljóðaþýðingar hans, sem birtust í vestur-íslenzkum
blöðum, em með sömu skáldskapareinkennum. Kemur það glöggt í ljós af þýð-
ingunni af kvæðinu „Góðan dag“ eftir pólska skáldið Serveryn Goszczynski
(Lögberg 17. september 1936), en kvæðið er þýtt úr hinu enska þýðinga!safni
dr. Watsons Kirkconnell af pólskum ljóðum: A Golden Treasury of Polish
Lyrics (Winnipeg, 1936);
Góðan dag, vina! Vindar glaðir bæra
vaknandi skóg, en himinljósið gyllir
hæðir og dali, er fuglaskarinn fyllir
fagnaðar ljóðum. Sefurðu ennþá, kæra?
Góðan dag, kæra! Vatns frá lygnum lindum
ljóselskar dísir horfa á morgunstundu
hrifnar af sumarsælu, glaðri lundu
svipfögru landi vagga í spegilmyndum.
Sér þú ei, vina! Sólin vill þér færa
sumarsins dýrð og inn um gluggann rétta
guðvefjarskart, er geisla hendur flétta
gróandi lífi. Sefurðu ennþá, kæra?
Hví mun þér, kæra, sumarsólin bjarta
að sofandi höfði geislablæjur knýta?
Of seint þú vaknar árdagssól að líta —
og ástina finna, er brennur mér í hjarta.