Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 78
76
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVAIU
þjóð. Orð Jahve beinist gegn yður, Kanaan, land Filistea. Já, ég mun eyða þig,
svo að þar skal enginn búa. Og Kreta skal verða að beitilandi fyrir hjarðmenn
og að fjárbyrgjum fyrir sauðfé" (2:5). Þetta mun skráð á 7. öld. Og einn af
stóru spámönnunum, Jeremía, segir: „Þetta birtist Jeremía spámanni sem orð
Jahve um Filistea áður en Faraó vann Gaza. Svo segir Jahve: „Sjá, vatn kemur
streymandi úr norðri og verður að á, sem flæðir yfir, það flóir yfir landið og
það sem í því er, yfir borgir og íbúa þeirra, svo að menn æpa hátt og allir íbúar
landsins hljóða. . . . því Jahve mun eyða Filisteum, leifum Kaftórstrandar“
(47:1—2, 4; líklega ritað á 6. öld).
í þessum orðum gæti verið endurómur einhverra sagna um örlög Krítverja,
er geymzt bafi með IsraelsmÖnnum.
í þessu sambandi mætti geta þeirrar skoðunar, sem A. Sieberg, frægur
þýzkur jarðskjálftafræðingur (sá sem rannsakaði jarðskjálftann mikla á Rangár-
völlum 1917) setti fram 1932, að það hafi verið tsunami, flóðbylgja af völdum
jarðskjálfta eða goss, sem hafi orðið Faraó og mönnum bans að aldurtila, er
þeir eltu Israelsmenn. Það er algengt fyrirbæri, að 20—50 mínútum áður en
flóðbylgja skellur á land, hefur sjórinn lækkað mjög við ströndina og dregizt
frá henni, og hafi leið ísraelsmanna legið með strönd Miðjarðarbafs, eins og
sumir telja, og yfir hóp eða strandlón þar, en ekki yfir Rauðahaf, væri þarna
fengin skýring á því, hvernig vatnið hagaði sér. Slík flóðbylgja þarf þó engan
veginn að hafa verið í sambandi við eldgos, og hætt er við, að erfitt muni
reynast að finna einhvern örugglega sannan kjarna í ýmsum af þeim sögnum,
sem tengdar eru Exodus.
En liafa þá grískar fornbókmenntir engar arfsagnir að geyma um þessar
miklu náttúruhamfarir? Luce og Marinatos hafa tínt til nokkur dæmi.
Á eynni Keos eða Kea hafa amerískir fornleifafræðingar frá Cincinnati-
háskóla stundað uppgröft síðan 1960 og fundið, að þar er merkileg mínósk
^yggð, sem eyddist eins og svo margar aðrar á 15. öld með skyndilegum hætti
af völdum jarðskjálfta að áliti fornleifafræðinga. í sigurkvæði, sem skáldið
Bacchylides, uppi á 5. öld, orti urn íþróttahetju frá Keu, Argeius að nafni, segir
m. a.: Á þriðja degi þar eftir kom hinn hermannlegi Mínos með krítverskan
her á 50 skipum með blikandi stöfnum. I náð Seifs gekk hann að eiga hina
síðgyrtu mey Dexiþeu og skildi eftir hjá henni helming hers síns og gaf honum
þetta klettótta land, áður en hann sigldi aftur til liinnar yndisfögru Knossos-
iborgar, og á tíunda mánuðinum ól hin fagurlokkaða mær soninn Euxantíus,
sem verða átti drottnari þessarar fögru eyjar.
Hér virðist lifa arfsögn um mínóska nýlendu á Keu.
Þjóðskáld Flellena, Pindar, uppi um 520—442, víkur að Euxantíusi í kvæði