Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 73

Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 73
ANDVAIÍI ER ATLANTISGÁTAN AÐ LEYSAST? 71 hamraveggja og eru einna hæstir við aðalhorgina, Fera, sem nær fram á hamrahrún Þeru gegnt Nea Kameni. Þar eru miklar vikurnámur. Vikrinum er ýtt fram af hömrunum og hann látinn renna eftir rásum niður að hamrarótum, þar sem skip taka hann. Var fyrst farið að vinna þennan vikur í stórum stíl, er Súezskurð- urinn var gerður á árunum 1859—69, því að það hafði sýnt sig, að steypa varð styrkari og þoldi betur saltan sjó, ef hún var blönduð vikursalla að einum fjórða. Undir vikurlaginu fundust þá mannvistarlei'far. Jarðfræðileg könnun Santóríneyjanna hófst fyrir alvöru í sambandi við gosið 1866—70, og var það Frakki, Fouqué, sem stóð fyrir þeim rannsóknum, en enn nánari rannsókn á eyjunum var gerð í sambandi við gosin 1925—28, og var þar einkum að verki þýzki jarðeldafræðingurinn Hans Reck, sá er kom til Oskju 1908 í fylgd með Victorínu von Grumbkow, sem var að kanna tildrögin að dauða kærasta síns, von Knebels, í Öskju sumarið áður, en eins og mörgum er kunnugt, varð endir þeirrar sögu sá, að hjúin Hans og Victorína komust að þeirri niður- stöðu, að dauði von Knebels hefði verið með eðlilegum hætti, og rugluðu síðan saman reitum sínum. Reck varð með tímanum frægur eldfjallafræðingur og kannaði m. a. margar íslenzkar eldstöðvar. Ekki er ólíklegt, að Öskjurannsóknir hans hafi beint áhuga hans að Santórín, því að þar er raunar um alveg hlið- stæðar eldstöðvar að ræða. Það mun hafa verið franskur ábóti, Pegues, sem fyrstur setti fram þá skoðun 1842, að hafsvæðið milli Þeru og Þerasíu væri sigketill eða caldera, eða það sem við köllum öskju. Rannsóknir Recks og fleiri á Santórín leiddi í ljós, svo að óvéfengjanlegt er, að núverandi Þera og Þerasía eru leifar af fornu eldfjalli, sem hefur verið um 20 km í þvermál, og að ketilsigið mikla hefur myndazt sem afleiðing af stórkostlegu gosi eða gosum á forsögulegum tíma, 1—2 árþúsundum fyrir Krist, og vikurlagið þykka, sem þekur Þeru og Þerasíu, myndaðist þá. Síðar tók svo að gjósa í miðju ketilsiginu, og smáeyjar þær, er fyrr getur, mynduðust. Er hér um að ræða algera hliðstæðu við myndun Öskju- vantssigsins eftir vikurgosið 1875 og myndun eyjar síðar í Öskjuvatni. Árið 1939, réttum 3 áratugum eftir að Frost birti áðurnefnda grein sína um Atlantis og Krít í The Times, birtist í ensku tímariti um fornleifafræði, Antiquity, grein eftir grískan fornleifafræðing, Spyridon Marinatos, sem nú er eins konar þjóðminjavörður í landi sínu. I þessari grein setur Marinatos fram þá skoðun, að það, sem kollvarpað hafi mínóska veldinu með svo bráðum hætti, hafi verið það eða þ au gos, sem mynduðu öskjuna miklu og vikurlagið ljósa á Santórín, og það hafi fyrst og fremst verið flóðbylgjur (tsunami) samfara öskjumynduninni, sem eytt hafi samtímis hafnarborgum á Krít: Amnísos, Mallía, Goumía, Hagía Tríada o. f). Knossos hafi farið illa í jarðskjálftum samfara gosinu, en náð sér aftur. Hér með væri fundinn kjaminn í sögninni um, að Atlantis 'hafi sokkið í sæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.