Andvari - 01.01.1970, Síða 73
ANDVAIÍI
ER ATLANTISGÁTAN AÐ LEYSAST?
71
hamraveggja og eru einna hæstir við aðalhorgina, Fera, sem nær fram á hamrahrún
Þeru gegnt Nea Kameni. Þar eru miklar vikurnámur. Vikrinum er ýtt fram af
hömrunum og hann látinn renna eftir rásum niður að hamrarótum, þar sem
skip taka hann. Var fyrst farið að vinna þennan vikur í stórum stíl, er Súezskurð-
urinn var gerður á árunum 1859—69, því að það hafði sýnt sig, að steypa varð
styrkari og þoldi betur saltan sjó, ef hún var blönduð vikursalla að einum fjórða.
Undir vikurlaginu fundust þá mannvistarlei'far.
Jarðfræðileg könnun Santóríneyjanna hófst fyrir alvöru í sambandi við gosið
1866—70, og var það Frakki, Fouqué, sem stóð fyrir þeim rannsóknum, en enn
nánari rannsókn á eyjunum var gerð í sambandi við gosin 1925—28, og var þar
einkum að verki þýzki jarðeldafræðingurinn Hans Reck, sá er kom til Oskju 1908
í fylgd með Victorínu von Grumbkow, sem var að kanna tildrögin að dauða
kærasta síns, von Knebels, í Öskju sumarið áður, en eins og mörgum er kunnugt,
varð endir þeirrar sögu sá, að hjúin Hans og Victorína komust að þeirri niður-
stöðu, að dauði von Knebels hefði verið með eðlilegum hætti, og rugluðu síðan
saman reitum sínum. Reck varð með tímanum frægur eldfjallafræðingur og
kannaði m. a. margar íslenzkar eldstöðvar. Ekki er ólíklegt, að Öskjurannsóknir
hans hafi beint áhuga hans að Santórín, því að þar er raunar um alveg hlið-
stæðar eldstöðvar að ræða. Það mun hafa verið franskur ábóti, Pegues, sem fyrstur
setti fram þá skoðun 1842, að hafsvæðið milli Þeru og Þerasíu væri sigketill eða
caldera, eða það sem við köllum öskju. Rannsóknir Recks og fleiri á Santórín
leiddi í ljós, svo að óvéfengjanlegt er, að núverandi Þera og Þerasía eru leifar
af fornu eldfjalli, sem hefur verið um 20 km í þvermál, og að ketilsigið mikla
hefur myndazt sem afleiðing af stórkostlegu gosi eða gosum á forsögulegum tíma,
1—2 árþúsundum fyrir Krist, og vikurlagið þykka, sem þekur Þeru og Þerasíu,
myndaðist þá. Síðar tók svo að gjósa í miðju ketilsiginu, og smáeyjar þær, er
fyrr getur, mynduðust. Er hér um að ræða algera hliðstæðu við myndun Öskju-
vantssigsins eftir vikurgosið 1875 og myndun eyjar síðar í Öskjuvatni.
Árið 1939, réttum 3 áratugum eftir að Frost birti áðurnefnda grein sína um
Atlantis og Krít í The Times, birtist í ensku tímariti um fornleifafræði, Antiquity,
grein eftir grískan fornleifafræðing, Spyridon Marinatos, sem nú er eins konar
þjóðminjavörður í landi sínu. I þessari grein setur Marinatos fram þá skoðun,
að það, sem kollvarpað hafi mínóska veldinu með svo bráðum hætti, hafi verið
það eða þ au gos, sem mynduðu öskjuna miklu og vikurlagið ljósa á Santórín, og
það hafi fyrst og fremst verið flóðbylgjur (tsunami) samfara öskjumynduninni,
sem eytt hafi samtímis hafnarborgum á Krít: Amnísos, Mallía, Goumía, Hagía
Tríada o. f). Knossos hafi farið illa í jarðskjálftum samfara gosinu, en náð sér
aftur. Hér með væri fundinn kjaminn í sögninni um, að Atlantis 'hafi sokkið í sæ.