Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 203
andvabi
BRÉF FRÁ AMERÍKU
201
yfir þvera Ameríku kostar um 150 $ hvora leið. Ég mundi fara að heiman til
New York. dvelja þar eitt ár og heim aftur fyrir 1000 $, eða til San Francisco og
dvelja þar hálft ár (dollarinn nú rúml. 4,50 kr.).
Þegar þú kemur til New York, heimsækir hú það mikla New York Public
Library, 5. Avenue and 42. Street. Yfirmenn við flestar stofnanir í Englandi og
Ameríku eru svo langt frá og hátt uppi, að enginn veit um þá. Það vissi ég fyrir-
fram og gerði mér ekkert far um að ná í þá. Þó kom fyrir, að þeir komu í leit-
irnar sjálfir, og þá var mest á þeim að græða. Það var framkvæmdastjóri Mr.
Keyes D. Metcalf, sem tók mie að sér og fékk menn sína til að leiðbeina mér og
gera fyrir mig hvað sem ég vildi. En þú þarft Hka að hitta Miss Anne Carroll
Moore (Room 105). Hún er „supervisor of work with children", yfirumsjónar-
kona allra barnabókasafna og harnalesstofa í New York. Hún hefir gaman af að
sjá big og ekki síður, þótt þú nefnir nafn mitt. Þegar hún frétti um mig í bóka-
varÖaskólanum, bað hún skólastjórann að samkynna okkur. Erindið var að spyrja
mig eftír Valfrid Palmgren (en hafði ekki spurt danskan pilt, sem var í skólan-
um). Þetta varð undirrót meiri kunningsskapar. Ég hefi mætur á kerlingunni.
Hún hefir skrifað ævintýri um New York í sama stíl og Selma um Svíþjóð. Minni
en sú sænska. Þó ekki að vita, hve merkilegt ævintvri Selma hefði skrifað um
N. Y. Miss Moore sýnir þér barnabókasöfn og gefur þér meðmæli til annarra, en
þau eru handa unglingum líka. Svo gefur hún þér meðmæli til skóla, og það
eru ekki önnur betri a. m. k. til Lincoln School. Hún er New Yorks-fræg fyrir
ævintvrið „Nicolas" og skrifar ritdóma um barnabækur í New York Tribune á
sunnudögum. Sá bálkur heitir „The Three Owls“ og er oft í ævintýrastíl. Sá stíll
er henni svo eiginlegur, að hún getur varla talað eða skrifað öðruvísi. Ég fór að
reyna í vetur, hvort ég gæti skrifaÖ ensku, og skrifaði Nicolasi bréf á 26 bls. um
Ameríku og ísland, bókasöfnin og allt, sem mér datt í hug, og hafði það náttúr-
lega í ævintýrastíl, eftir því sem ég gat. Nicolas (bað er hennar Nils Holgerson)
segir, að það sé það bezta, sem þau (Miss Moore) hafi nokkurn tíma lesið. Það
má sjálfsagt draga eitthvað frá því. Jæja, það verður víst það eina, sem ég geri
mér til ágætis í Ameríku.
Alstaðar eru „Boards of Education", sem sjálfsagt opna alla ríkisskóla fyrir
gestum, en ég held, að „privat“ skólar séu hetri. Lincoln School er einn þeirra.
Hann er bama- og unglingaskóli. Hann er frægastur fyrir bók, sem kom út í fyrra
og heitir „Creative Youth“. Hún er um skáldskap nemendanna þar og mörg sýn-
ishom. Þykir sumt býsna gott. Höfundur jreirrar bókar flutti fyrirlestur í bóka-
varðaskólanum. Taldi hann — og Miss Moore ekki síður, að þessi creative spirit
í Lincoln School væri skólabókasafninu að jrakka og fyrst og síðast bókaverðinum.
Annars er mikið reynt til að vekja hann, t. d. eru börnin gerð að „leirskáldum"