Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 50
48
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVARI
ÞaS mál, sem Jónas lét sig mestu skipta á þjóðstjórnarárunum, var
skilnaðurinn við Danmörku og stofnun lýðveldis. Jónas hafði megináhrif
á það á árunum 1940 og 1941, að sú stefna var mörkuð að stofna lýðveldi
ekki síðar en 1944 og áður, ef styrjöldinni lyki fyrr. Helzt vildi hann
stofna lýðveldið fyrr en 1944, en féllst þó á þessi málalok. Allmiklar deilur
urðu um þetta á flokksþingi Framsóknarmanna 1941, og varð að lokum
samkomulag um, að framangreind stefna var mörkuð, og fylgdu síðan
aðrir á eftir. Áttu Jónas og Jörundur Brynjólfsson, ásamt ungum Fram-
sóknarmönnum, mestan þátt í því, að afdráttarlaus stefna var mörkuð.
Framsóknarflokkurinn fylgdi þessari stefnu síðan fast fram.
Sambúð Jónasar og þingmanna Framsóknarflokksins varð ekki söm
eftir kosningarnar 1937 og hún hafði áður verið. Komu þar til sögu bæði
persónulegir og málefnalegir árekstrar. Jónas mun t. d. hafa álitið eðlilegt,
að honum yrði boðið forsætisráðherraembættið eftir kosningarnar 1937,
þar sem hann hafði hafnað því af flokksnauðsyn 1934, þótt honum hefði
þá borið réttur til þess. Hennann Jónasson mun hafa lýst sig fúsan til að
láta af embættinu, ef þingflokkurinn æskti þess. Fyrir því reyndist ekki
vilji í þingflokknum. Formlega kom þetta mál aldrei til meðferðar, en
mun hafa verið kannað bak við tjöldin. Jónas taldi þá Eystein og Her-
mann ráða mestu urn þessa niðurstöðu, og hafði það áhrif á sambúð hans
við þá. Við þetta hættist svo ýmis annar ágreiningur, m. a. afstaðan til
kommúnista. Ágreiningur um það varð fyrst verulegur eftir að Sjálfstæðis-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn höfðu unnið með kommúnistum að lausn
kjördæmamálsins 1942. Jónas vildi hafna stjórnarsamvinnu við kommún-
ista undir öllum kringumstæðum, en Eysteinn Jónsson og Hermann Jón-
asson vildu, að það yrði kannað með viðræðum, hvað kommúnistar meintu
með tali sínu um vinstra samstarf. Ágreiningur um þetta og annað magn-
aðist síðan stig af stigi, og þó einkum eftir að utanþingsstjórnin tók við
haustið 1942. M. a. leiddi þessi ágreiningur til þess, að Jónas hætti að
skrifa í Tímann, en fór að skrifa í Dag og fleiri hlöð. Allar líkur bentu
til, að flokkurinn myndi klofna, ef slíku héldi áfram til lengdar, og var
því ákveðið að kveðja saman flokksþing veturinn 1944. Þar urðu enda-
lok þau, að Jónas var felldur sem formaður flokksins, en kjörinn í mið-
stjórnina. Jónas starfaði lítið í miðstjórninni og þingflokknum eftir þetta,
en ágreiningurinn milli hans og hinnar nýju flokksforustu hélt áfram að