Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 14
12
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVARI
þessir völdu menn, sem á þinginu sitja, þeir kunna ac5 meta viðleitni hans
og verðleika og vilja því styðja hann í störfum hans. Eg vil vitna til háttv.
2. þm. Skagfirðinga (Stefáns Stefánssonar, siðar skólameistara), sem þekkir,
hvort það er ekki allt rétt hermt, sem ég hefi sagt um hæfileika hans og
framkomu" (Alþt. 1907, hls. 712—14).
Þessi ræða séra Árna virðist hafa fallið í góðan jarðveg, því að eftir
þetta samþykktu báðar deildirnar styrkinn mótatkvæðalaust. Ekki er ósenni-
legt, að þessi námsstyrkur frá Alþingi hafi orðið [ónasi síðar hvatning til
að beita sér fyrir opinberum styrkjum til námsmanna, en enginn hérlendur
maður hefur rutt þá braut eins vel og hann.
Styrkurinn, sem séra Ámi útvegaði, tryggði jónasi það, að hann gat
stundað nám við kennaraháskólann í Kaupmannahöfn næsta vetur. Hon-
um féll námið þar vel, en meðal kennara hans þar vom þeir L. Moltesen
og Peter Munch. L. Moltesen var guðfræðingur og trúarspekingur, gerðist
síðar þingmaður og einn af leiðtogum vinstri flokksins og var utanríkis-
ráðherra Dana 1926—29. Hann stóð mjög framarlega í hópi lýðskóla-
manna. Peter Munch hafði í æsku verið mikill aðdáandi Brandesar og stóð
framarlega í flokki þeirra umbrotamanna nýs tíma, er örskömmu síðar
klufu sig úr vinstri flokknum og stofnuðu róttæka flokkinn. Hann hafði
lokið embættisprófi í mannkynssögu með frönsku sem aukagrein. Hann
kenndi sögu við skólann og þótti heillandi kennari. Hann samdi kennslu-
bækur bæði í mannkynssögu og þjóðfélagsfræði, sem urðu mjög vinsælar
og \oru um skeið kenndar um öll Norðurlönd, einnig hér. Margt bendir
til, að jónas hafi orðið fyrir verulegum áhrifum frá Munch. Munch sneri
sér síðar að stjórnmálum, var lengi þingmaður og einn helzti leiðtogi rót-
tæka flokksins. Hann var varnarmálaráðherra 1913—20 og utanríkisráð-
herra 1929—40. Ef til vill má rekja það til kynna þeirra, að á árunum milli
heimsstyrjaldanna hafði Jónas mjög náin tengsli við ýmsa forustumenn
róttæka ílokksins, t. d. Arup prófessor, og hlað flokksins, Politiken, tók ein-
dregið málstað Jónasar í læknadeilunni 1930..
Dvölin í Kaupmannahöfn féll Jónasi á margan hátt vel. M. a. naut
hann þess að kynna sér listasöfn borgarinnar. Hann skrifaði langa grein
um Kaupmannahöfn og söfnin þar og sendi hana sveitablaðinu heima í
Köldukinn. Tírna sínum í Kaupmannahöfn mun Jónas aðallega hafa skipt
milli námsins og gönguferða urn borgina og söfnin þar. Idins vegar bland-