Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 120
118
JÖRGEN BUKDAIIL
ANDVARI
gripur. Enn hvílir þjóðlífið á grunni sögu og kirkju, þeirra stofnana, er standa
rótum í Haukadal, Reykholti, Skálholti og Hólum.
Ég sný baki við hinu erilsama lífi borgarinnar og legg land undir fót í leit
að þessum meginstoðum íslenzkrar menningar. Ég læt Geysi gjósa og Gullfoss
freyða og stíg loks upp í flugvél til Akureyrar. Líkt og lifandi landabréf liggur
eyjan fyrir neðan mig, dalir, fljót, jöklar og kulnaðir gígar; ströndin er hrikaleg,
gyrt hvitu hrimkögri, á stjórnborða hvelfist snævikrýndur Heklutindur.
Að klukkustund liðinni lendum við í Eyjafirði á römmum söguslóðum. Hér
bjó Sighvatur Sturluson á Grund, ein aðalpersóna Sturlungu, sá sem féll í Or-
lygsstaðabardaga. Á þeim róstusömu tímum var einmitt hægt að tala um bar-
daga, þegar fylkingar bárust á banaspjót, og ekki var lengur um að ræða einvígi
eða vopnaskak fárra manna eins og á söguöld. Við minnumst Örlygsstaða með
hryllingi og sársauka; þar hlaut þjóðveldið í raun og veru rothöggið. Stuttu
seinna komst það undir Noreg og síðar Danmörku um langan aldur. En hér
bjó einnig Einar Þveræingur, sem Snorri segir frá. Hann sneri við taflinu, er
menn ætluðu að láta undan kröfum Ólafs Noregskonungs um herstöð í Grímsey.
Snorri rak vafasama norsk-íslenzka pólitík áður en lauk og gleymdi þá þess-
um frelsisunnandi manni, sem hvert mannsbarn á Islandi þekkir enn í dag.
Hér er einnig vettvangur Víga-Glúms sögu. Dagurinn er grár og dimmt í
lofti; handan Möðruvalla í suðri rísa lág fjöll í blágrárri móðu, og kyrrðin er
þrungin sögnum og örlögum með kynlegum hætti. Skammt ofan við flugvöll-
inn stendur Hamar, örnefni úr Víga-Glúms sögu. Þangað fór Ingólfur að hitta
Þuríði dóttur Þorkels bónda, og þar bjó Bjarni Einarsson. Hann þekkjum við
aðeins af áritun á hinni frægu og vinsælu Hauksbók (hún er samtíningur úr
öllum áttum, ágæt spegilmynd af bókvitund íslendinga, vitnar um vakandi for-
vitni á alls konar framandi fyrirbærum, hollustu við þjóðlegar erfðir og skilning
á evrópskum menningarstraumum. í Hauksbók er Landnáma, Kristnisaga, Fóst-
bræðra saga, saga Eiríks rauða, Hervarar saga, Völuspá; þar segir frá eyðingu
Trójuborgar, og þar eru sögur af Artúr konungi og Lear konungi, frásagnir
þýddar úr ensku, auk smærri sagna, er varða Noreg). Bjarni hefur skrifað á hand-
ritið: „Bjarni Einarsson á Hamri á þessa bók með réttu, og hefur hann léð mér
hana í bókaskiptum og skal hann fá hana aftur það fyrsta eg kann hana með
skilum." Við horfum hér inn í íslenzkan huga líkt og gegnum skráargat... hér
hafa tveir Eyfirðingar skipzt á bókum, og þeir láta sér mjög annt um dýrgripi
sína. Árna Magnússyni hefur eflaust veitzt örðugt að ná bókinni frá þeim.
En nú er áætlunarbíllinn, sem ég ætla með til Akureyrar, kominn. Sudda-
rigning seytlar yfir þennan búsældarlega dal, og á Akureyri er hún orðin að
slyddu, og slabb er á götunum.