Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 159
ANDVARI
LJÓÐAÞÝÐINGAR VESTUR-ÍSLENZKRA SKÁLDA
157
en þýðirigunni fylgir sú skýring, að efnið sé „úr enskum texta undir ítölsku
lagi“. Er þetta hreimmikið kvæði í hetjuanda, eins og sjá má af upphafserindinu:
Nóttin kaliar ljóss í ljóma
liðsmenn fram að bregða skjóma.
Þöglar vættir, bjóða ættir
þreyta grimma Skuldar dóma.
Brenna’ um himin Oðins eldar
upp frá Valhöll, þegar kveldar.
Máttki Þór, bá römm er róma,
reiddum Mjölni haltu’ á lofti yfir fjenda hóp.
Máttki Þór, lát þrumur þjóta:
þungan hamar fjandmann sundur brjóta.
Framsal aldrei óvinum skal hljóma.
I vestur-íslenzkum blöðum og tímaritum, sem ég hefi við höndina, hefi ég
aðeins fundið eina ljóðaþýðingu eftir Þorstein, og er hún í tímariti hans Sögu
(sept,—des., 1928—29). Ljóð þetta nefnist „Perlur" og er þýtt úr ensku, en ann-
ars þannig greint frá uppruna þess: „Abraham Raisin höf. Alter Brody þýddi
úr júðsku á ensku.“ En óneitanlega fer íslenzki búningurinn ljóðinu vel:
Eg gaf þeim ljós og auðlegð anda míns,
og allt, sem geymdi eg bezt úr hverri raun,
og gleði mína, gæfu, ást og þrá —
Þeir gáfu mér til baka steina í laun.
En steina þá, sem hentu heimskir menn,
eg hefi lært að nota. Sjá mín þjóð!
þeir breytast strax, er setjast að í sál,
í söngvaperlur, mín er fegra Ijóð.
Sé þessi léttstíga þýðing borin saman við hljómmikla þýðinguna af „Nóttin
kallar“, dylst það eigi, að Þorsteinn gat bæði slegið á ljóðrænni strenginn og
hinn magni þrungna, enda eru þess næg dæmi í frumortum kvæðum hans.
Ljóðaþýðingar Einars P. Jónssonar (1880—1959), sem eru úr ensku nema
þýðingin af hinu fagra íslandskvæði Olavs Rekdals, sem gerð er úr norsku,
eru allar prentaðar í nýlega útkomnu heildarsafni kvæða hans, Sólheimum,
og eiga lesendur því greiðan aðgang að þeim. Eins og þar kemur fram, eru
þýðingar þessar frá ýmsum tímum, en margar frá fyrri árum, t. d. er þýðingin