Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 187
ANDVARI
SIGURÐUR DULDI NAFNS SÍNS
185
lengdartáknun hljóða mjög á reiki og í rúnum var aldrei gerður greinarmunur
á stuttum hljóðum og löngum, hvorki sérhljóSum né samhljóSum, en auðvitað
mun skáldið — eins og önnur fornskáld — hafa verið alið upp við rúnamenningu.
Sannleikurínn er sá, að orðaleikir eru engu síður grundvallaðir á hljóðtáknum orð-
anna en hljóðum, og bendir það til ævagamallar ritmenningar. Staffræðilega
þurfti enginn munur að vera á fallendingunni -ur (UR) og nafnorðinu úrr (UR),
en hljóðfræðilega var munurinn sá einn, að í fyrra dæminu voru bæði hljóðin
stutt [ur], en í hinu síðara bæði löng [u:r:].
Nú er það kunnugt, að nafnið Sigurður var á eldra málsstigi Sigurðr. Inn-
skots-n-ið er fyrirbæri, sem tekur að gæta í handritum fyrir og um 1300. Hins
vegar eru Eddukvæði talin ort aðallega á tímabilinu 800-1100. Er hugsanlegt,
að Eddukvæðaskáld hafi þekkt innskots-u og beitt því í orðaleik? Því er til að
svara, að bakstætt r næst á eftir samhljóði hefur verið atkvætt með nokkurum
hætti í fornu máli. Annars hefði það ekki orðið -ur. Að sjálfsögðu á innskots-n-ið
djúpar rætur og hefur verið kunnugt víða og jafnvel þorra manna, löngu áður
en það varð ríkjandi og komst á bókfell. Það var eilt af blæbrigðum tungunnar,
senr skáldin gátu notað í dylgjum sínum. En hafi sú skýring, sem hér er varpað
fram (gofugt dýr: úrr = -ur), við rök að styðjast, bendir hún vitanlega til tiltölu-
lega ungs aldurs 2. vísu Fáfnismála, en það gerir reyndar fylgsni nafnsins í heild.
Gerð þess er líkari því, sem þekkist í rímum en görnlum dróttkvæðum og —
aðeins að litlu leyti — í Eddukvæðum.
Ekki þarf að fjölyrða um merkingu orðanna gpfugt dýr. Uruxinn, sem dó út
á 17. öld, var áður fyrr eitthvert dýrmætasta og göfugasta veiðidýr, sem völ var
á í Norðurálfu.
en ek gengit hefk. Að líkindum er átt við eitthvað, sem „ek hef gengit“. En
það er ófátt, sem ganga má. Hins vegar er leiðarstjarnan skýr, þ. e. vitundin um
nafnið, sem fólgið er. Menn geta gengið veginn eða grænar brautir, en einnig
urð og grjót. Er þar komið miðatkvæði nafnsins Sig-nrð-ur.
inn móðurfousi mpgr. Fráleitt verða þessi orð tengd fyrsta atkvæði nafnsins
Sig-urður beinlínis. Með því er þó ekki sagt, að tengsl þurfi að vera vafasöm eða
engin. í lausavísu einni segist Kormákur hafa gengið á hólm við híðbyggvi holta
handar skers (Korm. 2, 26). Vitaö er, að skáldið á við Hólmgöngu-Bersa, enda er
htðbyggvir kenning á birni (Sjá Lex. jxæt.). En hvað merkja handar skers holt?
í annarri vísu Kormáks kemur fyrir kenningin handar skers þella (Korm. 2, 50),
sem er ótvíræð kvenkenning (handar sker: gull, þelfo eða tré þess: kona). En úr
því að eitt „tré gulls“ táknar konu, eru þá ekki „skógar gulls“ sarna sem fjöldi
manns eða fólk? Til þess benda a. m. k. orð Egils í HöfuÖlausn (8. v.), þar sern
hann líkir orrustu við skógarhögg. Hann kallar hermennina Óðins eiki eða skog,