Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 36
34
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVARI
skap við þessa menn, helclur fylgdist með liag þeirra og veitti þeim ráð og
aðstoð í persónulegum málum þeirra. Það átti því verulegan rétt á sér að
kalla hann „þúbróður annars hvers manns í landinu", eins og Halldór
Laxness gerði 1930 (Tíminn 31. maí 1930). Hann gerði sér sérstakt far
um að fylgjast með framfaramálum einstakra byggðalaga og heitti sér
fyrir þeim á þingi og í blaðaskrifum. Afskipti sín af þessum málum hyggði
hann á því, að hann væri landskjörinn þingmaður. Eitt þekktasta dæmið
um þetta var forusta hans í vatnamálum Rangæinga (fyrirhleðsla við Mark-
arfljót). Til eru ýmsar frásagnir af starfsháttum Jónasar á þessum árum.
Þorsteinn M. Jónsson segir t. d. frá því, þegar Jónas var að vinna að
stofnun Framsóknarflokksins:
, Orka Jónasar til starfa þá og lengi fram eftir ævi var óvenjuleg og
nærri ótrúleg. Hann þurfti ekki að sofa nema örfáa tíma á sólarhring. A
nóttunni, er aðnr menn sváfu, skrifaði hann ótal hréf og blaðagreinar.
Á daginn sinnti hann skyldustörfum sínum, talaði við fjölda manna og
túlkaði fyrir þeim hugmyndir sínar um það, sem gera þyrfti þjóðfélaginu
til framfara. Hann var jafnan opinn fyrir öllu, er þeir menn, er hann
ræddi við, höfðu fram að flytja í menningar- og atvinnumálum þjóðar-
innar. En eins og starfsorka hans var ótrúlega mikil, þá var og minni hans
og fjölþættur áhugi á öllu því, er til framfara horfði fyrir þjóðina, óvenju-
legt“ (Stofnsaga Framsóknarflokksins, hls. 48).
Fyrir landskjörskosningamar 1922 ritaði Jónas Þorbergsson grein í Tím-
ann urn Jónas í tilefni af því, að hann skipaði efsta sætið á framboðslista
Framsóknarflokksins. Jónas Þorbergsson segir þar:
.,Svo að segja öllum frístundum sínum ver Jónas til að tala við menn.
Alltaf virðist hann hafa nógan tíma til að taka á móti gestum, enda er á
heimili hans óslitinn gestastraumur. Ráðningin á þeirri gátu, hvernig
Jónas fær afrekað svona mikilli vinnu, er ekki nema ein: Flann ver nótt-
unni til lesturs og skrifta og er sérstaklega mikilvirkur á hvort tveggja"
(Tíminn 1922, 26. thk).
Vigfús Guðmundsson bregður upp nokkurri mynd af starfsháttum
Jónasar í endurminningum sínum:
„Meðan við Jónas vorum í einlægu, hróðurlegu samstarfi, minnist ég
margs með unaði. Ósérhlífni hans, árvekni og dugnaður var oft frábær.
Vil ég sem dæmi um dugnað hans nefna eitt sinn, er hann var á löngum