Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 64
62
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVARI
Stjórnarfarið hefur verið konungdæmi og líkur fyrir því, að margir smákon-
ungar hafi verið í landinu, a. m. k. framan af, en aðalkonungurinn var í Knossos,
og var tvíöxin, labrýs, vcldistákn hans. Yfirstéttin lifði í miklum munaði. Klæða-
burður fyrirfól’ksins var sérkennilegur, klæðin ramlega reyrð um mitti, því að það
þótti fínt að vera sem grennstur og mittismjóstur, og er það út af fyrir sig næsta
öruggt merki auðlegðar, því að það þykir elcki fínt að vera grannur nema með þjóð-
um, sem hafa ráð á að éta sig feitar, og eru nútímakonur hinna auðugustu Vestur-
landa, svo sem Bandaríkjanna, dæmi þar upp á. Sérkennilegur var sá siður Krít-
verja, að konur huldu ald'rei brjóst sín. í krítverska búningnum var, svo að vitnað
sé í Durant, „hlýlegt samræmi í línum, fágun í smekk, sem vitnar um auðuga
og óhófsfulla menningu, þjálfaða jafnt í listum sem í löstum." Það er ekki að
ófyrirsynju, að fornleifafræðingar gáfu einu málverki af krítverskri konu, sem
fannst í Knossos, nafnið La Parisienne. Konur virðast hafa haft meira frelsi og
ráðið meira en í flestum menningarsamfélögum, sem menn þekkja til.
Um trúarbrögð Krítverja er það að segja, að þeir tilbáðu móðurgyðju sem
imynd og uppsprettu aills lífs, og son hennar Volchanos, sem var þeirra Seifur,
Gyðja snákanna og „Knossosprinsinn". Teikningar af veggmálverkum
úr Knossoshöll frá um 1600 f. Kr.
en Grikkir töldu síðar, að Seifur væri kominn frá Krít. Þeir höfðu rnikla helgi á
nautum og einnig á slöngum og tilbáðu að auki helgar súlur, og mun þar í önd-
verðu hafa verið um völsadýrkun að ræða. Þessi trúarbrögð bera greinileg merki
\