Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 82
80
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVARI
fyrir því, hvers konar húsaþyrpingu sé um að ræða, en Marinatos telur m. a.
veggmyndirnar benda eindregið til þess, að hér sé um einhverjar hallarbygg-
ingar að ræða. Sem fyrr getur, heldur hann því fram, að engin skrautker, sem
þarna hafa fundizt, séu yngri en frá því um 1500 f. Kr., og ræður það einkum
af samanburði við mínósk ker á Krít og tímatali Arthurs Evans. En ekki er því
að neita, að ýmsurn, sem voru ekki fornleifafræðingar, þótti sem fornleifa-
fræðingar væru of nákvæmir í aldursákvörðunum sínum og að liugsazt gæri,
að þeir á Þeru hefðu verið eitthvað á eftir Krítverjum í listatízkunni.
Fróðlegt var að kynnast vinnubrögðum við uppgröftinn þarna á Þeru.
Vegna þess, hve nauðsynlegt er nú talið að reyna að gera sér ljóst, með hverjum
hætti hafi orðið eyðilegging þeirra bygginga, sem verið er að graifa upp, er nú
byggt yfir hvert svæði jafnóðum. Aðeins dýrmætustu gripirnir eru fluttir inn í
safnbygginguna, en aðrir látnir óhreyfðir, ef því verður við komið, þar sem
þeir finnast. Á þeim stöðurn, þar sem vikurlagið ofan á rústunum er margra
metra þykkt, eru graiin, eins og í kolanámu, löng göng mannhæðarhá þvers
og kruss inn í vikurlagið, inn á milli húsarústanna, og reft yfir þessi göng jafn-
harðan og þau raflýst, en vikurþekjan ofan á þeirn látin óhreyfð.
Auðsætt virtist, að þarna hefði jarðskjálfti valdið einhverju tjóni áður en
vikurfallið hófst, einstaka veggir hrunið að nokkru og ker brotnað, og er eðli-
legast að hugsa sér, að þarna hafi verið um að ræða s. k. vúlkanskar jarðhrær-
ingar, þ. e. jarðhræringar í sambandi við hið mikla eldgos og undanfara þess.
Slíkar jarðhræringar hefjast sjaldan að neinu ráði fyrr en nokkrum mánuðum
og stunduim aðeins nokkrum klukkustundum fyrir gos. Auðsætt virtist einnig, að
húsakynni þarna hefðu verið yfirgefin í flýti og fóllu ekki gefizt tími til að taka
mikið með sér.
Eftir að hafa kannað þennan rnjög svo áhugaverða uppgröft og notið þar
ágætrar leiðsagnar prófessors Marinatos, var haldið í bílum eftir hlykkjóttum,
mjóum vegi norður eftir Þeru til aðalborgarinnar, Feru. Vegurinn lá nærri
brún öskjunnar, sem var mikilfengleg yfir að líta, en á hina hönd voru víðlendar
vínekrur. Virtist næsta furðulegt, að vínþrúgur gætu dafnað á þeirn hvítu vikur-
breiðum, sem þekja eyna, en það gera þær svo sannarlega. Þarna er framleitt
og flutt út mikið af góðum vínum. Talsvert af vínekrum, og þeim ekki af lakara
taginu, er í eigu Nomikosfeðga, grískra skipaeigenda, vellauðugra, þótt ekki sé
þeim að jafna við slíka sem Niarchos og Onassis. En auði í því hrjáða Grikk-
landi er þannig skipt milli landsfólksins, að mjög minnti mig á Suður- og Mið-
Ameríku. Nomikos yngri, Petros að nafni, er ungur maður, ágætlega menntaður,
með íbandariskt verkfræðipróf og hagfræðipróf að auki, fríður sem iilmstjarna
og fágaður í framkomu. Bauð hann öllum þátttakendum ráðstefnunnar til