Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 88
86
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
mælti hann við Sighvat, að hann skyldi fyrst eta höfuðið af fiskinum, kvað þar
vera vit hvers kvikendis í fólgið. Sighvatur át þá höfuðið og síðan allan fiskinn,
og þegar eftir kvað hann vísu þessa:
Fiskr gekk oss at óskum,
eitrs sem vér höfum leitat
lýsu vangs ór lyngi
leygjar orm at teygja.
Atrennir lét annan
öngulgripinn hanga,
vel hefr, aurriða, at egna,
agngalga, mér hagnat.3)
Sighvatur varð þaðan af skýr maður og skáld gott.
Fróðlegt er að heyra, að Sighvatur „þótti heldur seinlegur fyrst í æskunni".
Minnir það á vitnisburð sr. Jóns Jónssonar í Möðrufelli urn Jónas Hallgrímsson
tólf vetra gamlan, en í honurn segir svo m. a.:1 2) — „Þó hann ekki hafi sérlegt
næmi til að læra utanbókar og sé ennþá nokkuð seinn til að útlista með orðum
það, sem hann þó annars veit og skilur, hefur hann þó samt allgóðar gáfur til
skilnings og eftirtektar."
Vera má, að Snorri Sturluson hafi haft fyrrnefnd ummæli Styrmis um Sig-
hvat í huga, þegar hann í 160. kapítula Olafs sögu helga lýsir málfæri hans á
þessa leið: „Sighvatur var ekki hraðmæltur maður í sundurlausum orðum, en
skáldskapur var honum svo tiltækur, að hann kvað af tungu fram, svo sem hann
mælti annað mál.“ I þeim sama kapítula eru tilfærðar tvær vísur Sighvats, er
hann hefur greinilega varpað fram og sýna, eins og raunar margar fleiri vísur
hans, að hann hefur verið það sem kallað er talandi skáld.
Þegar vér skoðum, hvernig Snorri kynnir Sighvat til sögunnar í 43. kapítula
Ölafs sögu helga í Heimskringlu, verður ljóst, að hann hefur þekkt frásögn
Styrmis, þótt hann noti rnjög litið úr henni. Vér skulurn nú líta á þennan
kapítula:
Þórður Sigvaldaskáld hét maður íslenzkur. Hann hafði verið lengi með Sig-
valda jarli og síðan með Þorkatli háva, bróður jarls, en eftir fall jarls þá var
Þórður kaupmaður. Hann hitti Ólaf konung, er hann var í vesturvíking, og
1) Sem vér höfum leitat at teygja leygjar (elds) eitrs (hans: vatns) orm (o: fisk) ór lýsu vangs
lyngi (o: upp úr vatninu), gekk fiskr oss at óskum. Atrennir agngalga (o: Veiðimaðurinn (ég)) lét
annan aurriða hanga öngulgripinn; mér hefr hagnat vel at egna (o: mér hefur gengið bærilega að
beita).
2) Vitnisburður þessi er varðveittur í gögnum Bessastaðaskóla í Þjóðskjalasafni, en var prent-
aður í Skírni 1948, 187. bls.
N