Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 49
ANDVARI
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU
47
Það er vafalítið rétt hjá Bjarna Benediktssyni í Andvaragrein hans um
Olaf Thors, að Jónas var upphafsmaður þeirra umleitana og hins hreytta
andrúmslofts, sem var forsenda þessarar stjómarmyndunar. Jónas vann
ekki aSeins aS þessu meS blaSaskrifum, heldur hóf aS ræSa urn þetta viS
ýmsa leiStoga SjálfstæSisflokksins, fyrst viS Magnús GuSmundsson, en
eftir aS hann lézt, viS Ólaf Thors. Þessi samningaiSja Jónasar átti drýgstan
þátt í því, aS stjórnarmyndunin tókst. En mikil mótspyrna var gegn henni
í öllurn flokkum, t. d. var hún samþykkt meS eins atkvæSis mun í þing-
flokki SjálfstæSismanna. MeSal margra óbreyttra IiSsmanna Framsóknar-
manna átti hún takmörkuSu fylgi aS fagna og varS þess valdandi, aS ýmsir
þeirra, sem eindregnast höfSu fylgt Jónasi, fóru aS tortryggja hann sem
hægri mann. ÞaS ýtti undir þessa skoSun, aS Jónas átti á þessum og næstu
árum í hörSum deilum viS ýmsa róttæka rithöfunda og listamenn, og var
hann ásakaSur urn aS reyna aS beita aSstöSu sinni sem formaSur Mennta-
málaráSs til aS segja þeim fyrir verkum, en hann var mikil talsmaSur
hinnar hefSbundnu listar og barSist óvægilega gegn ýmsum nýjungum.
Þetta leiddi meSal annars til harSrar ritdeilu milli þeirra fornvinanna,
Jónasar og SigurSar Nordals.
Myndun þjóSstjórnarinnar veturinn 1939 er síSasta meiriháttar verkiS,
sem Jónas vinnur á þjóSmálasviSinu, og bar vitni um, aS hann gat ekki
síSur veriS þrautseigur samningamaSur en harSur baráttumaSur, ef hann
vildi beita þeim aSferS, eins og hann gerSi oft, þegar hann var aS byggja
upp AlþýSuflokkinn og Framsóknarflokkinn. Þjóðstjórn var áreiðanlega
nauðsynleg eins og málin stóðu á þessum tíma, og hún vann merkilegt
starf fyrstu stríðsárin.
Ágreiningur um dýrtíðarmálin varS til þess, aS AlþýSuflokkurinn gekk
úr þjóðstjórninni í ársbyrjun 1942. Þá komst á stjórnarsamstarf Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, en þaS rofnaði, er AlþýSuflokkur-
inn bar fram frumvarp um kjördæmabreytingu. Jónas reyndi aS koma í
veg fyrir, aS samstarf SjálfstæSisflokksins og Framsóknarflokksins slitnaði,
en beið lægra hlut, er SjálfstæSisflokkurinn myndaði hreina flokksstjórn
meS stuðningi AlþýSuflokksins og kommúnista til þess aS koma kjördæma-
breytingunni fram. Segja má, aS eftir þetta hafi mjög minnkaS áhrif Jón-
asar á íslenzk stjórnmál, en þá var hann líka húinn aS vera áhrifamesti
og umdeildasti stjórnmálamaður þjóðarinnar í aldarfjórðung.