Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 60
58
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVAHI
helgi mikil. Nautin voru fönguð með böndum og stöfum, en vopn voru ekki
notuð við veiðarnar. Þeim var síðan fórnað og blóðinu roðið á belga súlu í hof-
inu, sem bakin var áletrunum.
Kringum borgina var slétta mikil, 3000 skeiðrúm að lengd og 2000 að breidd,
og áveituskurðir kringum hana og eftir henni. Landinu var skipt í 60.000 land-
skika, og átti hver að leggja af mörkum ákveðna tölu hervagna, samanlagt 10.000
vagna.
Þar kom að lokum, að þessi ágæta þjóð bætti að trúa á guði sína og týndi
fornum dygðum og Seifur ákvað að straffa henni. Hann kallaði guðina saman
og mælti.. . En hvað hann mælti vitum við því miður ekki, því að með orðinu
mælti lýkur þættinum Kritías í miðri setningu, og var botninn aldrei í hann
sleginn. Þriðji þátturinn, Hermókrates, sem átti að mynda trílógíu með hinum
tveimur, Timæus og Kritías, var aldrei skrifaSur.
Allt frá fomöld hafa skoðanir manna á sannleiksgildi Atlantissagnar Platóns
verið mjög skiptar, og hafa sumir talið flest það, sem Platón hefur að segja um
þetta land, sögulegar staðreyndir. Aðrir hafa talið, að Atlantis hafi aldrei verið
til annars staðar en í kolli Platóns, og er þar í flokki fyrstan að telja sjálfan
Aristoteles. Fleiri miklu munu þó þeir, sem talið hafa, að einhver sannleikskjarni
kynni að leynast í þessari frásögn.
Athugum fyrst, hvemig Platóni hefði getað komið þekking á þessu landi
aftan úr grárri forneskju. 1 þættinum Timæus lætur hann Kritías segja: „Hlýð
þú, Sókrates, á sögu, sem er alveg sönn, þótt undarleg sé, því að það er vottað
af hinum spakasta hinna sjö spöku, Sóloni. En Sólon var, eins og hann oft nefnir
í Ijóðum sínum, frændi og virktavinur langafa míns, Dropídesar, og Dropídes
sagði Kritíasi, afa mínum, en hann okkur á gamals aldri, að í fyrndinni hefðu
Aþeningar unnið mikil afrek, sem fallið hefðu í gleymsku, bæði vegna þess, hve
langt var um liðið, og vegna tortímingar mannkynsins og þá sérstaklega einnar
þjóðar, sem var hinum meiri.“
Sókrates svarar: „Ágætt. Og hver voru þá þessi fornu frægðarverk Aþeninga,
sem Kritías taldi, samkvæmt vitnisliurði Sólons, vera staðreynd, en ekki arfsögn?"
Kritías svarar: ,,£g skal segja þér þessa fornu sögn, sem mér var sögð af mjög
gömlum manni, því að Kritías var, að eigin sögn, nærri níræður er hann sagði
mér söguna, en ég var þá 10 ára ..
Kritías leggur síðan áherzlu á það, hversu vel það festist mönnum í minni,
sem þeir læra á barnsaldri, og segist hafa látið afa sinn segja sér söguna marg-
sinnis.
í þættinum Kritias segir Kritías á einum stað: „Áður en ég held lengra í frá-
sögn minni, ætla ég að biðja ykkur að verða ekki hissa á því, þótt surnir af út-