Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 57
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON:
Er Atlantisgátan að leysast?
1. „Iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blú.“
Allt frá þeim tíma, fyrir rúmum 2400 árum, er Platón samdi samræðuþætt-
ina Timæus og Kritías, hefur sögnin um Atlantis, landið mikla og dásamlega,
sem sökk skyndilega í sæ, verið hinum vestræna menningarheimi umhugsunar-
efni. Ritgerðir og bækur um Atlantis skipta þúsundum. Skáld hafa ort um það
dýrleg kvæði, og fræðimenn hafa leitazt við að finna því stað, al'lt frá Svalbarða
suður til Ceylon og frá Mið-Ameríku austur til Armeníu. Frægt er fjögurra binda
ritverk Olofs Rudbeck, Atlantica, samandregið á síðustu áratugum 17. aldar, en
í því reynir þessi mikli sænski lærdómsmaður að sanna, að Atlantis sé Svíþjóð
til forna. Sú bók um Atlantis, sem einna áhrifaríkust hefur orðið, þeirra er birzt
hafa síðustu öldina, er bók Ignatius Donelly: Atlantis. The Antedeluvian World
(Heimurinn fyrir syndáflóðið), sem kom út 1882. Donelly hélt, eins og raunar
flestir þeir, sem ritað hafa urn þetta undraland, fast við þá skoðun, byggða á þátt-
um Platóns, að Atlantis hafi verið í Atlantshafinu, og styrkti þá skoðun m. a. með
þeim dýptarmælingum hafrannsóknaleiðangra, sem þá höfðu leitt í ljós tilvist Mið-
atlantshafshryggsins. Til Atlantisveldisins taldi hann ekki aðeins fornmenningar-
svæði Gamla heimsins, heldur einnig þau, sem fundust í Nýja heiminum, í Mið-
og Suður-Ameríku, og taldi sig þar með skýra það svipmót egypzkrar menningar
og hámenningar Azteka og Inka, sem Thor Heyerdal hefur reynt að skýra með
siglingum Egypta í papýrusbátum til Mið-Ameríku.
Sem dæmi um Atlantisrit síðustu áratuga má nefna rit þýzka klerksins Jurgens
Spanuth: Das entrátzelte Atlantis (Hið dularfulla Atlantis) (1953) og Atlantis
(1964). Þessi guðsmaður heldur því fram, að höfuðborg Atlantis sé á botni Norð-
ursjávar, þar sem leifar bygginga hafa fundizt á 8 m dýpi rétt 50 skeiðrúm1)
norðaustur alf Helgolandi. Byggir Spanuth mjög á rismyndum í Þebu hinni fornu
frá dögum Ramsesar III (1200—1168), er lýsa sjóorrustu, sem sá faraó háði í Níl-
1) Skeiðrúm er gömul íslenzk þýðing á grísku lengdareiningunni stadion, sem var vegalengdf
192 m, er hlaupin var á Ólympsleikjum í Grikldandi til forna.