Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 30
28
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVARI
sína, og hófst útgáfa hans því nokkru fyrr en ætlað hafði verið. Blaðið
var ekki flokksblað á þann hátt, að það væri eign flokksins, heldur stóð að
því í fyrstu sérstakt útgáfufélag, en síðan færðust öll yfirráð þess í liendur
svonefndrar Tímaklíku, en hana skipuðu Jónas, Guðbrandur Magnússon,
Tryggvi Þórhallsson (til 1933) og framkvæmdastjórar Sambands íslenzkra
samvinnufélaga. Hélzt sú skipan til 1938, er Tíminn varð formlega eign
flokksins og sérstök blaðstjórn var kjörin af miðstjórn hans. Hiklaust má
telja, að Jónas hafi verið aðalstofnandi Tímans og mestur ráðamaður
hans í réttan aldarfjórðung. Á þeim tíma skrifaði hann miklu meira í
blaðið en nokkur maður annar. Þótt oft væru skiptar skoðanir um mál-
flutning Jónasar, verður ekki deilt um hitt, að hann var allan Jiennan
tíma afkastamestur, ritfimastur og áhrifamestur íslenzkra blaðamanna. Að
sjálfsögðu ritaði hann mest um stjórnmál í Tímann, en jafnhliða skrifaði
hann um fjölmargt annað, einkum Jró bókmenntir og listir. Þá lét honum
vel að skrifa afmælis- og eftirmælagreinar, og hafa ekki aðrir skrifað betur
en hann um suma helztu andstæðingana, eins og t. d. Jón Þorláksson,
Magnús Guðmundsson og Björn Kristjánsson.
Tæpu ári eftir að Tíminn hóf göngu sína, varð Tryggvi Þórhallsson
ritstjóri hans og gegndi því starfi til 1927, er hann varð forsætisráðherra.
Samvinna hans og Jónasar var mjög náin á Jreim tíma og setti meginsvip
á íslenzk stjórnmál í hálfan annan áratug. Ekki var laust við það, að fyrstu
árin bæri Tímaklíkunni og þingflokknum nokkuð á milli, og skýrir Þor-
steinn M. Jónsson þetta í Stofnsögu Framsóknarflokksins á þann veg, að
„Tímanum réðu ungir hugsjónamenn, vígreifir og djarfir, en ef til vill
stundum ekki nægilega gætnir. En meirihluti Jringflokksins voru aldraðir
menn, lífsreyndir og gætnir.“ Þetta breyttist þó verulega eftir að þeir Jónas
og Tryggvi tóku sæti á Júngi.
Jónas taldi það ekki fullnægjandi fyrir Framsóknarflokkinn, að hann
hefði aðeins málgagn í höfuðborginni, honum væri einnig nauðsynlegt
að hafa hlað á Akureyri. Því átti hann meginjiátt í Jiví, að hafin var útgáfa
Dags. Studdi hann Dag síðan á margan hátt.
Landskjörskosningarnar 1916 höfðu mikil áhrif á nýskipan stjórnmála-
flokkanna í landinu. I grein, sem Guðbrandur Magnússon skrifaði, Jiegar
Tíminn átti 40 ára afmæli, telur hann, að annar athurður, sem gerðist
sumarið 1916, hafi þó reynzt mun afdrifaríkari en samvinna þeirra Jón-