Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 13
ANDVARI
JÓNAS JÓNSSON FRÁ MRIFLII
11
birf-a þann kafla úr ræðu séra Arna, sem fjallar um tillöguna. Eftir að séra
Arni hafði lýst því, að hann hefði ekki flutt aðrar útgjaldatillögur á þessu
þingi og væri óvanur að flytja slíkar tillögur, fórust honum orð á þessa leið:
„Jónas þessi Jónsson er frá Hriflu í Bárðardal: sýnir bæjarnafnið, að
þar muni vera land hrjóstrugt, enda er svo. Mig minnir það sé í Hrólfs
sögu Gautrekssonar kölluð Hriflungabjörg, þegar kostur er lítill og ekki
valinn. Jónas var þegar í æsku vel gefinn, og þó að erfiðar væru ástæður
hans, horfði hann lengra og hugsaði sér til frama. Hann komst á Möðru-
vallaskólann og tók próf þaðan eftir tvo vetur vorið 1905, og var hann þá
20 ára. Hlaut hann einkunnina ágætlega og ágætlega í öllum 8 námsgrein-
unum nema einni, þar fékk hann dável. En í aðaleinkunn fékk hann 1. ágæt-
iseinkunn 61 stig. Síðan gjörðist hann kennari við unglingaskólann á Ljósa-
vatni og var þar hinn fyrra vetur. Hann vildi komast lengra, hann langaði
að komast á menntaskólann hér, en reglugerðin var ekki svo liðleg, að
hann gæti átt kost á því. Næsta sumar var hann í kaupavinnu, en fór
síðan til lýðskólans í Askov og var þar næstliðinn vetur. Nú í vetur kom-
andi ætlar hann sér á „Statens Lærerhöjskole" í Kaupmannahöfn. Til-
gangur hans er að húa sig sem hezt undir að verða unglingakennari, en
þeirra skóla telur hann mikla þörf hér og finnst þar vera mikið verkefni
fyrir höndum, eins og ljósast má sjá af hinni stuttu umsögn hans. Þar
stendur: „Ætlun mín er því að búa mig undir að verða unglingakennari
heima. í því skyni reyni ég eftir megni að kynna mér hina ,,grundtvigsku“
skólastefnu, því að ég álít, að hún geti átt til okkar gott erindi og þarft.“
Margir þeirra háttv. þingm., sem hér sitja, hygg ég, að rnuni geta sett
sig í spor þessa unga manns, sem nú er að berjast áfram einn síns liðs í fram-
andi landi, með það markmið fyrir augum að geta unnið sínu eigin landi
sem mest gagn. Eg segi, að þér háttv. þm. munið geta sett yður í hans
spor, þegar þér minnizt þeirra fyrri áranna, þegar við vorum að hrjótast
áfram á tvítugsaldri. Þessi ungi maður, hann hefur, eins og vér höfðum
þá, einlæga löngun og vilja til þess að vinna fyrir landið sitt. Hann veit,
að styrkveitingin hefur verið samþykkt hér, og það er hart fyrir liann að
frétta, — og ég vona, að hann þurfi ekki að frétta það —, að þessi litli
styrkur, 300 kr. hvort árið, hafi verið tekinn af honum aftur. Ég er viss
um, að hann heldur áfram að hrjótast áfram fyrir því, en honum lilýtur
að verða kærara til lands síns, þjóðar og þings, ef hann finnur það, að