Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 133
ANDVARl
FRANSKA BYLTINGIN OG NAPÓLEON
131
leiðtogum Girondistaflokksins, sem um stund var í meirihluta, komst svo að
orði: „Stríðið er nauðsynlegt til iþess að festa frelsið í sessi.“ Hér var túlkuð sú
skoðun, sem rikti með mörgum stjómmálamönnum Frakklands, að innri and-
stæður byltingarinnar yrðu ekki yfirstignar nema í styrjöld á erlendum vettvangi.
011 þing byltingarinnar fram að valdatöku termidoranna lýstu hvert með sínum
'hætti yfir afstöðu sinni til styrjalda og landvinninga. I maí 1790 gerði Þjóðsam-
koman það heyrinkunnugt, að franska þjóðin mundi ekki hefja neina styrjöld í
landvinningaskyni og aldrei beita herafla sínum gegn frelsi neinnar þjóðar. Lög-
gjafarsamkoman endurtók þessa yfirlýsingu 14. apríl 1792 nokkrum dögum áður
en hún lýsti stríði á hendur Austurríki. Og 19. nóvember sama ár samþykkti
Konventan að veita öllurn þjóðum, sem óska frelsis og bræðralags, aðstoð sína. Að
yfirgnæfandi meirihluta vom stjórnmálamenn frönsku byltingarinnar og raunar
meirihluti þjóðarinnar þess albúnir að leggja út í styrjöld við stórveldi Evrópu í
nafni frelsisins, bræðralagsins og jafnréttisins. Og það var í þessum anda, er
Napóleon Bonaparte, ungur herforingi byltingarinnar og staddur á Italíu árið
1797, ávarpaði landsbúa: ítalska þjóð! Franski herinn er kominn til að brjóta
hlekki yðar. Franska þjóðin er vinur allra þjóða. Komið til móts við herinn með
trausti. Eignir yðar, trú yðar, siðir yðar skulu njóta fullrar virðingar. Vér heyjum
stríð sem göfuglyndir andstæðingar, og við óskum þess eins að vinna á harðstjór-
um þeim, sem undiroka yður.
Með slíkum og iþvílíkum orðum og yfirlýsingum sóttu frönsku byltingarher-
irnir inn í grannlönd Fraikklands.
Þó voru til leiðtogar meðal byltingarmannanna frönsku, sem vöruðu við bylt-
ingarsinnaðri íhlutun í máléfni annarra þjóða og höfðu áhyggjur af því, að Frakk-
land, statt í miðri byltingu, lenti í styrjöldum við önnur ríki. Robespierre var sá
maður, sem mest talaði máli friðarins á þeirri stundu, er Girondinar og hirðgæð-
ingar konungsfjölskyldunnar blésu að ófriðarbálinu, þótt af sundurleitum hvöt-
um væri. Roibespierre var vantrúaður á, að þjóðir Evrópu rnundu fagna „vopn-
uðum trúboðum" franskra byltingarhugmynda, svo sem hann kornst að orði, og
hann spáði því, að byltingunni mundi ljúka í hemaðareinræði, ef til langvinnra
styrjalda drægi. Hann varð furðu sannspár í Iþvi éfni. Styrjaldir Frakklands á
næstu árum mörkuðu allan feril byltingarinnar, gerðu hana bæði blóðugri og
róttækari, hösluðu henni miklu víðari völl, svo að hún vann sitt verk um langan
veg handan við mæri Frakklands, hvort sem miðað er við söguleg landamæri
þess eða hin svokölluðu náttúrlegu landamæri, sem urðu Frökkum svo munn-
töm á þessum ámm.
En var byltingunni í raun og veru lokið, svo sem Napóleon Bonaparte hafði
sagt í ávarpi því til frönsku þjóðarinnar, sem 'fyrr var getið? Var yfirleitt hægt að