Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 19
ANDVAHI
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU
17
gamalli rót. Annars vegar var sú forna aðferð að setja fróðleik fram í bún-
ingi skemmtilegra frásagna. Hins vegar voru bein ábrif fornritanna, eink-
um íslendingasagna og Sturlungu. Fornritin voru notuð sem beimildir og
oft tekin úr þeim orðrétt samtöl og stuttar tilvitnanir. Þetta rennur svo
mjúklega saman við frásögn Jónasar sjálfs, að livergi hattar fyrir, og er
þó saga Jónasar hvergi fyrnd eða tyrfin, beldur aðeins með ofurlitlum
fornmálsblæ. í boðskap sínum er Islandssagan ákaflega þjóðlegt rit, skrifað
í anda sjálfstæðisbaráttunnar, með áherzlu á glæsileik fornaldarinnar, barmi
yfir bruni þjóðveldisins og áfellisdómi yfir binni dönsku yfirdrottnun.
Islandssagan varð vinsælasta kennslubók, sem befur verið sarnin á íslenzka
tungu. Börn og unglingar drukku bana í sig, og hún átti, meir en nokk-
urt annað rit, þátt í að móta söguskoðun þeirrar kynslóðar, sem endur-
beimti fullveldi íslands á Þingvelli 17. júní 1944. Nú hefur saga Jónasar
verið kennd í öllum íslenzkum barnaskólum í nálega bálfa öld, og mun
slíkt langlífi skyldunámsbókar vera algert einsdæmi í fræðslusögunni"
(Jónas Jónsson frá Hriflu, bls. 58—59).
Öðrurn fræðimanni, Birni Þorsteinssyni sagnfræðingi, farast svo orð
um Islandssögu í Þjóðviljanum 21. okt. 1955:
,,Hann samdi eitt sinn Islandssögu handa barnaskólum, og hefur hún
verið eina kennslubókin, sem flestir bafa lært í um það bil mannsaldur.
A síðustu árum bafa verið uppi raddir urn, að það þyrfti að endursemja hana
í Ijósi nýrrar þekkingar og breyttra viðhorfa, en enginn befur ráðizt í
það, af því að kostir bókarinnar eru miklir, þótt gallarnir liggi í augum
uppi. Hún er vel rituð, persónuleg og rómantísk, ýmist samin af brifn-
ingu eða heilagri vandlætingu, sem orkar á bugi ungra lesenda, og fáum
mun finnast hún leiðinleg námsbók."
Síðar skrifaði Jónas Dýrafræði, sem kom út í þremur heftum á árun-
um 1922—27 og hlaut strax miklar vinsældir, þótt hún entist ekki eins
lengi sem skyldunámsbók og Islandssagan.
Sumarið 1910 bélt Jónas norður í áttbagana, Jjegar kennslunni lauk.
Sú för varð örlagarík fyrir hann. Þá um sumarið kynntist hann Guðrúnu
Stefánsdóttur frá Granastöðum. Guðrún var komin af þekktum ættum
í Þingeyjarsýslum. Hún bafði misst föður sinn, þegar hún var á ferm-
ingaraldri, dvalizt fyrst bjá frændfólki sínu, farið síðan á Blönduósskól-
ann og matreiðsluskóla í Reykjavík. Að því loknu lærði hún mjólkur-
2