Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 183
ANDVARI
ÍSLENZKUR PRÓSASKÁLDSKAPUR 1969
181
ný sannindi, hefur hún þrátt fyrir það sitt ótvíræða notagildi sem dægradvöl eina
dagstund eða tvær.
Skáldsaga Óskars Aðalsteins, Eplin í Eden, hefði haft allar efnislegar for-
sendur þess að geta orðið meiri skáldskapur en venjuleg skemmtisaga eða af-
þreying.
Sagan gerist í litlu þorpi við sjó; lýsir lífi fátæks fólks, sorgum þess, gleði og
hamingju. Sögumaðurinn, Hringur, er ungur piltur, og megiriþáttur lýsingar-
innar liggur í sálfræðilegri stúdíu á tilfinningum og viðbrögðum unglinga á
termingarskeiði.
Þessi saga minnir um margt á sögu Jóns Óskars, Leiki í fjörunni.
Elér er þó reginmunur á. Styrkur Jóns liggur í ljóðrænum fínleik, sem fellur
vel að hinu tilfinningalega efni. Hins vegar grípur Óskar Aðalsteinn til breiðra
pensildrátta og umbúðamikils frásagnarháttar, er hæfir ekki því viðkvæma efni,
sem hann hefur í höndum. Af þessum sökum verða sálarlífslýsingar hans ósjald-
an tilgerðarlegar og óekta.
Miklu betur tekst honum að bregða upp augnabliksmyndum úr lífi þorps-
búa, og sumar persónur stíga fram sæmilega skýrar, t. a. m. Baldi sjódraugur og
Dóra í Krók.
Styrkur Óskars Aðalsteins liggur fremur í epískri skynjun og frásögn en
sálarlegu innsæi. Sakir þess hverjum ókjörum af sykursætu, sundurgerðarlegu
orðaskvaldri höfundur hleður á sálarlífslýsingar sínar, fær hann falskan tón í
fíngert söguefni.
XI
Að frarnan hef ég farið nokkrum orðum um þau íslenzk prósaskáldverk, sem
út komu 1969 og orðið hafa mér eftirminnilegust við lestur. Vissulega komu út
fleiri verk, sem ég hef lesið, en umgetning þeirra myndi aðeins gera greinarkorn
þetta enn afturmjórra en raun er á orðin.
Eins og áður sagði, er ekki auðið að draga neinar heildarályktanir urn hlut
og stöðu íslenzks prósaskáldskapar nú af lestri fárra verka nokkurra höfunda frá
einu ári.
Sú takmarkaða mynd, sem þessi verk birta mér, er samt ótvírætt sú, að það,
sem merkilegast sé að gerast í sagnagerð nú á íslandi, sé að finna í verkum höf-
unda formbykingarinnar.
Sögur þeirra eru ekki endilega merkilegar vegna formtilrauna þeii ra, lieldur
nriklu fremur hins, að þessir höfundar segja hluti, sem máli skipta, takast á við
vanda, sem er djúpstæður í lífi okkar nú, og sú umræða, sem þeir stunda, er
tímabær.
Verk þeirra eru heimild um mannlegt líf og hugsun á íslandi 1969.