Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 177
andvari
ÍSLENZKUR PRÓSASKÁLDSKAPUR 1969
175
Sögumaður skynjar sig í lokin sem óbugaðan arftaka frægustu riddara: leit-
anda Grals, Don Quixotes, Sigurðar. Þannig lýkur sögunni, þrátt fyrir allar nið-
urlægingar hugsjónamanna, í von sögumanns:
„Eg rís upp gneypur og reika tárfellandi, drukkinn, glaður og grimmur um
skikann minn.“
VI
„Sé söguþræðinum gefið á hann, ruglast kerfið og snýst í margbrotinn skáld-
skap, sem stendur fastur í hænuhaus lesandans.“
Þannig lýkur Guðbergur Bergsson sögu sinni, Onnu.
Líklega hefur Guðbergur verið ódælasta brekabarn íslenzks prósaskáldskapar
á sjöunda áratugi þessarar aldar.
Hugtakið kynslóðaskipti kann að vera botnleysa í sjálfu sér, en í afstöðu al-
mennrai lesenda til skáldskapar Guðbergs virðist þó birtast skýrari munur á lífs-
viðhorfum fólks eftir aldri en gagnvart verkum flestra annarra höfunda.
Atvdk höguðu því svo, að ég las hvorki Tómas Jónsson metsölubók né Ástir
samlyndra hjóna fyrr en eftir 1968, svo að ég kynntist bessum verkum fyrst af
umtali fólks. Þar skipti mjög í tvö horn.
Við kennslu allmargra unglinga milli fermingar og tvítugs hafði ég aðstöðu
til að kanna lauslega, hver nútímaverk íslenzkra bókmennta >þeir þekktu, og ég
má segja, að Tómas Jónsson var sú bók, sem flestir höfðu lesið. Jafnframt var
afstaða þessa fólks til bókarinnar undantekningarlítið jákvæð. Hins vegar virtist
mér afstaða jafnvel bókelskra lesenda, sem komnir voru um fertugt eða eldri,
allt önnur. Ef þeir höfðu yfirleitt lesið bókina, vair afstaða þeirra tvíræð eða bein-
línis neikvæð og oft rnótuð hneykslan.
Eg minnist þess ekki að hafa síðustu tvö árin rekizt á nokkurt menningar-
félagslegt fyrirbæri, er betur réttlætti hugtakið kynslóðaskipti.
Auðvitað er meir en vafasamt að draga nokkrar ályktanir af svo ókerfis-
bundnum og lauslegum viðtölum um eina bók, en ég bjó þegar yfir þeim grun,
áður en ég 'hafði lesið bækur Guðbergs, að í skáldskap hans 'birtust fremur lífs-
viðhorf og skilningur ungs fólks en eldri kynslóðar. Lestur bóka hans hefur stað-
fest þennan grun.
Guðbergur Bergsson er ótvíræðastur uppreisnarmaður þeirra höfunda, er nú
starfa á Islandi. Sii uppreisn, er á ytra borði birtist sem formleg bylting, beinist
þó fyrst og fremst inn að kjarna hlutanna, að gjörsamlegu endurmati allra lífs-
gilda og lífsafstöðu.
Uppreisn Guðbergs er ekki kerfisbundin. Hann er ekki skapandi byltingar-
maður, sem hefur nýtt kerfi á reiðum höndum, heldur fyrst og fremst niður-