Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 122
120
JÖRGEN BUKDAHL
ANDVAEI
lega strengi þannig að allir gátu tekið undir. Hann var maSur fjölfróSur eins og
allir sannir íslendingar, stóð djúpum rótum í íslenzkri mold og fylgdist vel með
því, sem gerðist í veröldinni. Hann var mikilvirkur þýðandi, prestur, vinur
Brandesar, hafði áhuga á norrænum, einkum józkum málefnum. íslendingar
nefna hann séra Matthías. Eg stend við gröfina, hjúpaða nýföllnum snjó, fáein
haustblóm og gulnuð strá standa upp úr mjöllinni og bærast í morgunblænum.
Kirkjugarðurinn stendur hátt; Akureyri liggur fyrir neðan okkur í djúpri hvilft
milli blárra fjalla, sveitir Eyjafjarðar snæviþaktar, sjórinn blágrár. Ekkert þjóð-
skáld á fegurra hvílurúm. Eg hef staðið við gröf Oehlenschlægers í kirkjugarð-
inum á FriÖriksbergi, Tegnérs í Vexjö, Björnsons í Ósló, Runebergs í Borgá og
nú loks hjá séra Matthíasi á frjálsu íslandi. Þegar við minnumst 'hans, skynjum
við hið ævarandi samhengi í menningu íslendinga, svo sem það birtist í sögu
þeirra, trú, víðsýni og tryggð við þjóðararfinn. ísland breiðir út faðminn, hjúpað
hvítu snælíni undir bláum árdegishimni. í austri lágir ásar Vaðlaheiðar, að baki
Súhirnar, basaltklettar, sem bera nafn með rentu. Að skilnaði lít ég um öxl til
grafarinnar hvítu; fáeinir fjóluhláir haustfíflar kinka kolli í kveðjuskyni.
III
Því næst kom röðin að Suðurlandi. Fyrst var haldið að Skálholti, liinu forna
biskupssetri. Fjallshlíðarnar skörtuðu skrautlegum haustlitum. Ég hafði gert mér
i hugarlund, að ísland líktist Noregi, en það er allt að því andstæða þess. Að
vísu eru hér fjöll og dalir, sem minna á Noreg, en línur og litir eru gerólíkir,
einkum þó birtan; blámi vatnsins og grænka dalanna eru tær og létt — ekkert
sem þrúgar og þyngir — enda er landið paradís rnálara og íslenzk landlagsmál-
verk á heimsmælikvarða.
Þegar við höfðum skoÖað Kerið, kulnaðan gíg, og nálguðumst Skálholt, kom
örlítið kornkennt fjúk, er huldi vart jörðina, og brátt kom Skálholtskirkja í ljós,
lágreist og hrörleg. Ömurleg sjón. Ekkert er eftir af hinum auðuga menn'ngar-
bæ umhverfis dómkirkjuna, miðstöð hámiðalda. Litla kirkjan þarna stendur stök
og yfirgefin, allt er komið í eyði. Hvílíkur hljómur í nafninu Skálholt! I lér sátu
valdamiklir og lærðir biskupar í sjö aldir, sá fyrsti þeirra, ísleifur Gissurarson,
var vígður 1056. Siðaskiptin rufu ekki um sinn menningarsamhengiÖ. Hér reisti
Brynjólfur Sveinsson biskup nýja dómkirkju um miðja 17. öld. Biskupssetrið
stóð við hlið hennar, og þar voru varðveitt dýrmæt liandrit, er biskup varð síðar
að láta af hendi við Friðrik III og nú eru geymd í Konunglegu bókhlöðunni í
Kaupmannahöfn. — En harðindaár fóru í hönd, fátækt og basl, dómkirkjan
lenti í niðurníðslu, dýrgripir hennar voru sendir til Kaupmannahafnar, þeirra á
meðal hin fræga, hollenzka, gyllta altaristafla, sem Ögmundur Pálsson, síðasti