Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 168
166
RICHARD BECK
ANDVARI
leiðir einnig í ljós, að Páll hefir, þegar alls er gætt, komizt rnjög sómasamlega
frá því vandaverki að þýða þessi kvæði.
í FItsum Páls eru þýðingar af löngu víðkunnum kvæðum, svo sem „Heim,
aðeins heim“ (Home, Sweet Home) eftir John Howard Payne og „Hinir Bláu
og Gráu“ (The Blue and the Gray) eftir Francis Miles Fineh, um bláklædda
hermenn Norðurríkjanna og gráklædda ‘hermenn Suðurríkjanna í borgarastyrj-
öld Bandaríkjanna, og er kvæði þetta talið hafa átt sinn þátt í því að bera smyrsl
á sárin milli stríðsaðilja að styrjöldinni lokinni. Andi kvæðisins og samúðar-
ríkur hugblær lýsir sér vel í þessum erindum í þýðingu Páls:
Við fljótið sem fram lijá streymir
og flotann ei lengur ber,
en svörðurinn græni geymir
í görðum ’inn sofna her.
Unz lýsing af dómsdegi ljómar
og lúðurinn síðasti hljómar,
án 'haturs við hlið þeirra Bláu
nú hvíla í værð hinir Gráu.
Mót sumum þá sigurinn glóði,
á suma féll dimmunnar ský;
en allir jafnataðir blóði
í eilífð þó mætast á ný.
Unz lýsing af dómsdegi ljómar
og lúðurinn síðasti hljómar,
und lárviði blunda þeir Bláu,
en byrði af víði beir Gráu.
Og syrgjendur sjást þar á gangi
um svörðinn við runna og hlyn
með byrðar af blómum í 'fangi
að breiða’ yfir óvin og vin.
Unz lýsi-ng af dómsdegi ljómar
og lúðurinn síðasti hljómar,
und rósunum bíða þeir Bláu,
en beðjaðir liljum þeir Gráu.
Af öðrum þýðingum í Flísum má nefna „Rödd hinna Frjálsu" eftir R. G.
Ingersoll, „Óm frá Hiroshima" eftir Nazim Hikrnet, og „Framþróun", langt
kvæði eftir Langdon Smith, sem öll eru mjög í anda lífsskoðunar Páls, en