Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 23
ANDVARI
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU
21
yfir athafnaleysi og vanræhslu og brann af löngun til aS befjast sjálft
banda um viðreisn og framfarir. Ef leiðir Jónasar og ungmennafélaganna
befðu ekki þannig legið saman, hefði saga bvors um sig getað orðið mjög
á annan veg.
I stuttu máli er erfitt að gera fulla grein fyrir þeirri stefnu, sem Jónas
markaði í Skinfaxagreinum sínum, en nokkur böfuðatriði hennar voru
þessi:
í greinum um sjálfstæðisbaráttuna við Dani eru leidd rök að því, að
hún snúist meira um form en raunverulegt frelsi. flún beinist gegn binu
pólitíska valdi, en ekki hinum miklu dönsku ábrifum í menningu og lífs-
venjum og fjárhagslífi þjóðarinnar. Utanríkisverzlunin sé mestmegnis við
Danmörku, siglingin sé í höndum Dana, skólarnir séu sniðnir eftir dönsk-
um fyrirmyndum, tungan sé undir ábrifum dönskunnar o. s. frv. Þetta
valdi stórum meira tjóni og sé hættulegra framtíð þjóðarinnar en bið
pólitíska samband, þótt vitanlega fylgi því margir ókostir. Þess vegna
þurfi sjálfstæðisbaráttan ekki síður að ná til hinna menningarlegu og fjár-
hagslegu mála, því að sigur í formsbaráttunni verði ekki raunverulegur,
ef aðrir ráði í þessum efnum. Verzlunin þurfi að verða íslenzk, skólarnir
íslenzkir og sækja þurfi góð fordæmi til allra þjóða, en ekki að vera báðir
Dönum einum á því sviði. Þá megi dönsk eða önnur erlend ábrif ekki
útrýma því, sem nýtilegt sé í menningu þjóðarinnar sjálfrar.
I verzlunar- og atvinnumálum ræðst Jónas harðlega gegn samkeppnis-
skipulagi stóriðjunnar og bendir í mörgum greinum á spillingu, sem leiðir
af mikilli auðlegð annars vegar og mikilli örbirgð bins vegar. tlann segir,
að framfarir atvinnuveganna geti orðið mönnum meira til bölvunar en
blessunar, ef menn kunna ekki að skipta arðinum sanngjarnlega. Þess
vegna þurfi að tryggja öllum réttláta blutdeild í árangrinum, sem hin
aukna tækni skapar, en stemma stigu fyrir, að hagnaðurinn lendi í bönd-
um fárra. Til að tryggja þetta bendir Jónas sérstaklega á úrræði sam-
vinnunnar.
í Skinfaxagreinum Jónasar var hafin fyrsta teljandi sóknin gegn binu
milda fólksstreymi úr sveitunum og bent á þá bættu, sem í því væri fólgin
fyrir menningu og afkomu þjóðarinnar, ef sveitirnar legðust í auðn. Því
yrði að befja sókn til að rétta hlut þeirra.
Þótt Jónas mæli með verklegum framförum, setur bann ofar þeim efl-