Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 141
ANDVARI
FRANSKA BYLTINGIN OG NAPÓLEON
139
maður Evrópu, gerði sjálft lireyfingarleysið að pólitísku húsgoði sínu. En hreyf-
ingin er eðli allrar tilveru, og jafnvel 'hið hátimbraða stjórnmálakerfi Vínarþings-
ins og Heilaga bandalagsins tók að gliðna. Fjarlægðin varpaði slikju sinni á
frönsku byltinguna, og þeir, sem lifðu í formyrkvun þriðja áratugar 19. aldar, tóku
að líta hinn mikla viðburð í öðru ljósi en áður. Heinrich Heina játar byltingunni
ást sína í því bindi Ferðamynda sinna, er hann kallaði Das Buch Le Grand, sem
kom út 1826: Tvær ástríður, segir hann, hef ég jafnan alið í brjósti mér: ástina
á fögrum konum og ástina á frönsku byltingunni. Og skáldið Shelly, hálfgerður
útlagi frá ættjörð sinni, Englandi, yrkir þegar fregnin berst til Evrópu um andlát
Napóleons: Og lifir þú ennþá, Móðir jörðr Þú, sem vermdir kalda fingur þína
á fölvskuðum glæðum þessa eldlega anda! En Rínlendingurinn Heine, fæddur í
Dusseldorf og fyrrum þegn franska ríkisins, segir fimm árum eftir dauða Napó-
leons svo frá bernsku sinni, er hann sá keisarann ríða gegnum trjágöngin í hallar-
garðinum í Dusseldorf, og lá þó fimm dala sekt \’ið slíku broti: Og keisarinn reið
með fylgdarliði sínu eftir miðjum trjágöngunum, og trén hneigðu sig skjálfandi,
er hann reið framhjá, sólargeislamir titruðu óttaslegnir og forvitnir í grænu laul-
inu, og uppi á blárri festingunni mátti sjá gullna stjörnu. Keisarinn bar látlausa
græna einkennisbúninginn sinn og litla heimssögulega hattinn. Hann reið litlu
hrossi hvítu, og klárinn gekk svo rólegur og stoltur, ömggur með yndisspori — og
liefði ég þá verið krónprinsinn af Prússlandi, hefði ég öfundað þetta litla hross!