Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 206
204
SIGURGEIR FRIÐRIKSSON
ANDVARI
karlmönnum úr stéttinni. Ég veit ekki, nerna það geti orðið alvarlegt fyrir bóka-
safnamálið. Nú eru nærri allir barnakennarar stúlkur og flestir unglingakenn-
arar líka. Við erum svo sem ekki allir skörungar lreldur, en þær tala til jafnaðar
nreira, og því minna, hlutfallslega, verður innihaldið og árangurinn. Ég hefi ekki
heyrt til barna- og unglingakennara svo sem neitt, en út frá reynslu minni um
bókavarðakennarana þykist ég sjá, hvernig það gengur. Sú fagra kenning um
það „lifandi orð“ drukknar í mælgi, sem enginn tekur eftir, sem enginn getur
tekið eftir, af því orð fæðist ekki lifandi nema af vörurn skörunga. Hugsanlegt,
að þetta sé verst hér eins og flest, sem illt er, en skyldi ekki nokkuð af danska
orðinu fæðast andvana nú í seinni tíð. Ég veit vel, að kennararnir læra á því að
lialda fyrirlestra, og náttúrlega veitir þeim ekki af því, en skólinn á einkum að
vera fyrir nemendurna. Þess vegna ættu þeir fremur að hafa orðið. Kennarahug-
sjón mín er að skýrast. Kennarinn á fyrst og fremst að vera „The silent man“
eins og Coolidge. Helzt að „kunna að þegja á sjö tungumálum“ eins og Grant.
(Þó er gott að tala ögn, þegar kennd eru tungumál.) í öðru lagi á hann að varð-
veita nemendurna fyrir kennslubókum, og í þriðja og síðasta lagi á hann að vera
vandræðaskáld. — Maður, sem skáldar — skapar nemendum vandræði, og ef
hann nokkurn tíma hjálpar þeim úr vandræðunum, þá gerir hann það af ein-
skærri náð. Nærri allir geta lært sund á fám dögum. Auðvitað þarf að gera þeim
á einhvern hátt mögulegt að fá að vita, hvernig sundtökin eru, en aðalatriðið í
allri sannri kennslu hlýtur alltaf að vera þetta sarna: að steypa ósyndum mönnum
á kolgræna kaf og láta þá finna, að þeir hljóta að drukkna, nema þeir neyti allrar
orku og allra ráða til að ná landi.
Skólamál og fræðslumál heimsins held ég séu öll í grænum sjó. Hér virðist
mér þau vera að byrja að komast á réttari leið, þau eru að byrja að stefna á
bókasafnið.
Fáfræðin er rót alls ills. Að vísu er menningunni því hættara við falli, því
hærra sem hún rís, en helzta bjargráðið er þó alltaf meiri þekking. Bókasöfnin
eru líldegust til að vinna bug á fáfræðinni, af því þau eru frjálsust og auðugust
af vizku og láta grafa eftir henni, en til þess að gera mjög mikið að því, þyrftu
þau helzt að vera óháð sjálf, og það eru þau vitanlega ekki. Þau eru meir og
minna háð pólitískum flokkum, auðvaldi, trúarskoðunum, hleypidómum fjöld-
ans og göllum þeirra, sem að þeim standa. Það er virðingarvert, hve þau reyna
þó flest að hefja sig yfir flest af þessu. Ef til vill tækist þeim það smátt og smátt
og tækist að bjarga menningunni, ef náttúrugreind þjóðarinnar væri heldur að
vaxa eða minnkaði ekki.
Þá kem ég að aðalatriðinu. Ég held, að Ameríkumenn séu að heimskast. Inn-
flutningur er orðinn takmarkaður og ekki mikið valinn. Miklir menn ena fremur