Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 134
132
SVERRIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
leggjíi þessa höfuSskepnu sögunnar, frönsku byltinguna, að velli með einfaldri
stjórnartilskipun? Fjórtán árum síðar sagði TaUeyrand, sem svamlað hafði á öld-
um þessarar byltingar og komizt heill í höfn, að Frakklandi væri þá fyrir mestu
að binda endi á byltinguna, svo að ekki virðist hún hafa legið kyrr í sinni mold.
Og víst er um það, að hinir tignu fjendur Napóleons töldu þennan Korsíkumann
byltinguna holdi klædda. Þótt venja sé í sagnfræðiritum að binda lok frönsku
byltingarinnar við árið 1799, þá li'fði hún áfram hin næstu ár sem sögulegt um-
byltingarafl, jafnvel þótt hún hefði tekið ofan hina rauðu húfu sansculottanna
og krýnt sig keisarakórónu.
Við vöggu frönsku byltingarinnar 'höfðu staðið dísir skynseminnar, mann-
vitsins, og þegar byltingin hóf dagsvefk sitt, þurfti hún að ryðja myrkviði í stjórn-
sýslu, réttarfari og atvinnuskipan, afnema leifar miðalda, sem virtust vera til þess
eins að draga dár að heilbrigðri skynsemi, en lágu eins og farg á nýgróðri þjóð-
félagsins. Byltingin fór eldi um þessar kulnuðu miðaldaleifar, batt endi á öng-
þveiti umboðsstjómarinnar og skipti Frakklandi með stærðfræðilegri nákvæmni
í umdæmi (departements), sem í fyrstu voru 83 talsins, síðar urðu þau fleiri, um-
dæmunum var skipt í héruð, og þar fyrir neðan voru sveitarfólög og bæjarfélög.
Unr allt Frakkland hafði fyrir byltingu verið dæmt eftir 360 mismunandi og
staðlægum lagabálkum, og þaÖ var eitt hið mesta afrek, þegar hafið var það starf
að semja handa þjóðinni samfellda lögbók. Konventan, umsvifamesta þingsam-
kunda byltingarinnar, tók að safna í heild lögum hennar og tilskipunum og gera
fyrstu frumdrögin að franskri lögbók. Unnið var látlaust að þessu verki árum
saman, og fyrir lágu fimm frumdrög að lögbókinni, þegar Napóleon tók sér fyrir
hendur ásamt færustu lögfræðingum Frakklands að ljúka henni. Hún kom út
árið 1807 undir heitinu: Code civile — Borgaralegur réttur, en árið 1807 var
lögbókin kennd viö keisarann og kallaðist Code Napoleon. í sumum efnum
breytti Napóleon frumdrögum lögbókarinnar í afturhaldssama átt, einkum að
því er varðaÖi sifjaréttinn, ákvæði um hjónaskilnað, um réttindi óskilgetinna
barna, um vald föður yfir börnurn og eiginkonu. En þau grundvallarréttindi, er
byltingin hafði skapað, héldust óskert: borgaralegt jafnrétti fyrir lögum, borgara-
legur eignarréttur, afnám lénsánauðar og lénskvaða, atvinnufrelsi, samvizku- og
trúfrelsi — allt var þetta staðfest í hinni nýju lögbók. Hún hefur haft geysileg
áhrif á réttarfar þjóða og ríkja um gervallan heiminn, þegar undan eru skilin
lönd engilsaxneskra þjóða.
Lögbókin franska var staðfesting þeirra breytinga, er höfðu orðið á atvinnu-
skipan Frakklands í byltingunni. Atvdnnufrelsið fól meðal annars í sér afnám
iðngilda og þeirra fríðinda, er þau nutu, þótt Napóleon reyndi raunar síðar að
endurreisa þau að nokkru. Embætti, er gengu að erfðum og embætti, sem gengu