Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 158
156
RICHARD BECK
ANDVARI
Guttormur J. Guttormsson (1878—1966) gerði lítið að því að snúa erlend-
um kvæðum á íslenzku. I Kvæðasafni lians em aðeins þrjár þýðingar og engar
í seinustu Ijóðabók hans Kanadaþistli. Hftir amerísku öndvegis skáldkonuna
Ednu St. Vincent Millay þýddi hann vísuna „Kertið", sem er í senn þaul-
hugsuð og hnitmiðuð og var því þýðandanum vel að skapi.
Einnig þýddi hann smákvæðið „Wiswamitra" eftir H. Heine, er sver sig í
ætt um nokkra kaldhæðni, en henni kunni Guttormur einnig ágætlega að beita.
Athyglisverðust er þó þýðing hans af kvæðinu „Qui Bono“ eftir vestur-
íslenzku skáldkonuna Láru Goodman Salverson (1890—1970), sem kunnust er að
vísu fyrir skáldsögur sínar, en er einnig ljóðskáld gott, eins og lýsir sér í kvæða-
safni hennar Wayside Gleams (Toronto, 1925). En svo að íslenzkir lesendur
geti séð, hvernig hún grípur í ljóðastrenginn og hvemig umræddu kvæði hennar
fer íslenzki búningurinn hjá Guttormi, er þýðingin tekin hér upp, enda kvæðið
stutt — og er það þó vitanlega enginn mælikvarði á gildi þess:
Dásamleg dýrð a£ brám
dagsbrúnar nýrrar skín.
Kemur utan úr algeim blám
ástin til mín.
Hádegis bálheitt blys
brennur um sendna strönd.
Ástblóm mín eru föl, sem fis
falla úr hönd.
Húmar að aftni ótt,
álfröðull hylur sig.
Skuggar umlykja úti í nótt,
ástin mín, þig.
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson (1879—1955) hefir, að því er séð verður, fengizt
lítið við Ijóðaþýðingar. I tveggja binda útgáfunni af Ljóðmælum hans em eftir-
farandi þýðingar: „Fæðing og dauði" (Gömul arabísk vísa), líklega þýdd úr
ensku; ástarvísan „Ég aldrei" eftir írska skáldið Richard Brinsley Sheridan;
„Ást“ eftir Sir Walter Raleigh og „Allt ið fagra“ eftir Thomas Moore. Allar
em framantaldar stökur vel ortar og kjamyrtar. Ennfremur eru í kvæðasafni
Þorsteins þýðing á stuttu kvæði „Stúlkan, sem ég kýs mér“ eftir rómverska forn-
skáldið Martialis, og þar vafalaust þýtt úr ensku; og þýðing áf kvæðinu „Nóttin
kallar", er hefir að undirtitli „Invocation to Thor“; höfundur er ekki nefndur,