Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 43
ANDVARI
JÓNAS JÓNSSON FRÁ FIRIFLU
41
ýmsar ákvarSanir, sem voru mikilvægar, án þess að Iiafa urn þa5 samráci
við flokkinn. Sumar þessara ákvarðana orkuðu tvímælis. Hann gerðist
þannig mun ráðríkari í flokknum eftir að Iiann varð ráðherra en lrann
hafði verið áður og tók ekki vel gagnrýni og aðfinnslum samflokksmanna.
Oft lenti því í liörðum deilum milli lians og einstakra flokksmanna í einka-
samtölum, en Jónas gat verið skapbráður, og leiddi þetta til varanlegs
sundurlyndis milli hans og sumra þeirra. Þeir, sem voru sammála Jónasi,
kynntust hins vegar ekki þessari hlið á skaplyndi hans, heldur ljúfmann-
legum og skemmtilegum manni, eins og kemur fram í ummælum Hall-
dórs Laxness, sem áður eru tilgreind. Svo kom, að veruleg andstaða mynd-
aðist gegn Jónasi innan flokksins og þó einkum innan þingflokksins.
Þessi andstaða innan þingflokksins varð þó fyrst veruleg eftir að Magnús
Kristjánsson féll frá og Jón Jónsson í Stóradal tók sæti hans á þingi.
Þeir Jónas og Jón áttu ekki skap saman, og Jón var ekki síður einbeittur
og ráðríkur en Jónas. Jón varð brátt forustumaður þeirra í þingflokkn-
um, sem stóðu gegn Jónasi, en áhrifamestur andstæðinga hans þar var
Asgeir Ásgeirsson. Sambúð þeirra Jónasar og Ásgeirs hafði aldrei verið
góð. Jónas taldi, að Ásgeir hefði of náinn kunningsskap við ýmsa leiðtoga
Ihaldsflokksins, en Ásgeir taldi Jónas of óvæginn og ósanngjarnan stjórn-
málamann.
Andstæðingarnir vissu að sjálfsögðu vel um þennan ágreining í Fram-
sóknarflokknum og hertu því enn meira hríðina gegn Jónasi. Von þeirra
var m. a. sú, að þeir gætu fengið nógu marga þingmenn flokksins til að
snúa við honum baki og hefja samvinnu við Ihaldsflokkinn, sem þá orðið
hét raunar Sjálfstæðisflokkur. Aðalhríðin gegn Jónasi var gerð á þing-
tímanum 1930. Það voru læknar, sem gengu frarn fyrir skjöldu, en
Jónas átti þá í mjög harðri deilu við þá um veitingu læknisembætta. Sam-
tök lækna ákváðu, að fjórir þeirra skyldu skrifa Alþingi hréf, þar sem þeir
lýstu því áliti sínu, að Jónas væri geðveikur, og yrði hréfið hirt innan 10
klukkustunda, ef Jónas hefði ekki látið af ráðherradómi fyrir þann tíma.
Þegar til kom, féllu læknar frá þessari fyrirætlun, en hins vegar skyldi
Helgi Tómasson, sem þá var lærðasti geðsjúkdómalæknir landsins, fara
heim til Jónasar og konu hans og skýra þeim frá þessu og fá Jónas þannig
til að draga sig í hlé. Helgi fór þessa för, en skýrði aðeins konu Jónasar
frá erindinu. Jónas svaraði með því að birta í næsta tölublaði Tímans grein,