Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 40
38
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVARI
„heitum stöðum" í sparnaðarskyni, ef þess væri kostur. Hann beitti sér
fyrir þremur nýjurn húsmæðraskólum, að Hallormsstað og Staðarfelli og
á Laugum. Héraðsskólarnir, sem fyrir voru, á Núpi og Laugum, voru
styrktir á margan hátt. Sett voru lög, sem lögðu grundvöll að gagnfræða-
skólum í öllum kaupstöðum og stærri kauptúnum, en þá voru fyrir aðeins
tveir slíkir skólar, á Akureyri og í Hafnarfirði. Llann lét endurbæta stór-
lega húsnæði Kennaraskólans og Menntaskólans í Reykjavík. Hann lét
setja lög um byggingu fyrir Iláskóla Islands og fékk Reykjavíkurbæ til
að tryggja henni hæfilegt landrvmi. Hann hafði forgöngu um, að hafin
var bygging þjóðleikhúss og sundhallar í Reykjavík. Hann lét setja lög
um Menningarsjóð og Menntamálaráð og tryggði með þeirn veruleg fjár-
ráð til listaverkakaupa, náttúrufræðilegra rannsókna og námsstyrkja. Hér
var ekki sízt um merkilegt brautryðjendastarf að ræða. Hann studdi rnjög
að stofnun ríkisútvarpsins. Hann hafði svo forgöngu urn mörg mál, sem
voru tengd menntamálum. Llann átti t. d. meginþátt í því, að Gutenherg
varð ríkisprentsmiðja og ríkið veitti Jóhannesi Jósefssyni aðstoð til að reisa
Hótel Borg. Kirkjumálin lét hann á margan hátt til sín taka og kom fram
ýmsum umbótum á kjörum presta. Þá hafði hann forgöngu um friðun
Þingvalla með sérstakri lagasetningu á þingi 1928.
Jónas var ekki síður athafnasamur á sviði dómsmálanna. Eitt fyrsta
verk hans var að herða endurskoðun hjá sýslumönnum og bæjarfógetum,
og kom í ljós, að innheimta og reikningsskil voru víða í ólagi, og auk
þess höfðu skapazt ýmsar vafasamar venjur. Undir fomstu Jónasar urðu
miklar endurhætur í þessum efnum, m. a. settar nýjar bókhaldsreglur hjá
sýslumönnum. Þá hófst Jónas vasklega handa um framkvæmd áfengislag-
anna, en þar höfðu skapazt ýmsar óvenjur, m. a. í sambandi við áfengis-
útlát, sem læknar og lyfjabúðir höfðu með höndum vegna bannlaganna.
Leiddi þetta m. a. til deilna við læknana, en vegna þessara aðgerða Jónasar
minnkuðu áfengisútlánin um helming. Þá var lyfjaverð verulega lækkað.
Lögreglumálin í Reykjavík voru endurskipulögð, en þau höfðu verið í
niðurníðslu, enda aukaverk tollstjóra að stjórna lögreglunni. Skipaður var
sérstakur lögreglustjóri, og hlaut Llermann Jónasson það embætti, en hann
hafði verið fulltrúi bæjarfógeta. Llndir stjórn hans komst ný og miklu full-
komnari skipan á þessi mál en áður var. Þá lét Jónas sig aðbúnað fanga
miklu varða. Miklar endurbætur voru gerðar á fangahúsinu í Reykjavík,