Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 61
ANDVARI
ER ATLANTISGÁTAN AÐ LEYSAST?
59
lendingunum séu nefndir hellenskum nöfnum. Ég skal segja ykkur ástæðuna.
Sólon, sem ætlaði sér aS nota sögnina í kvæði, innti eftir því, hvað þessi nöfn
þýddu, og komst þá að því, aS hinir fornu Egyptar, sem höfðu skráð þau, höfðu
þýtt þau á sína tungu, og hann fékk að vita, hvað ýms þeirra þýddu, og þýddi
þau síöan á okkar tungu. Afi minn átti frumritiÖ, sem er enn í minni eigu, og
ég kynnti mér það rækilega, þegar ég var barn."
Allt gæti þetta hugsanlega verið soðið saman af Platóni til að gera söguna
trúverðugri, en ekki getur þó talizt rnjög líklegt, að svo sé. Og því er ekki að
neita, að það sem hann lætur Kritías segja um feril arfsagnarinnar gæti verið
sannleikur. Sólon deyr um 560 f. Kr., en Kritías yngri er fæddur um 460 og
deyr 403, en þá er Platón 24 ára. Þar eð Kritías eldri var níræður, er hann sagði
sonarsyni sínum söguna, er ekkert því til fyrirstöðu, að faðir hans Dropídes hafi
getað numið hana af vörum Sólons.
Staðreynd er það, staðfest í ljóðum Sólons, að hann fór til Egyptalands, lík-
legast um 590. Þá var þar faraó sá, er Amasis hét, vinveittur Mellenum og hafði
veitt Naukratis, hellenzkri verzlunarmiðstöð í Egyptalandi, ýms fríðindi, en sú
verzlunarmiðstöð var stofnuð um 630. Þar hefur Sólon vafalaust dvalizt eitthvað,
en þaðan er aðeins um 16 km leið til Sais, þáverandi aðalstjómarseturs Egypta-
lands, og vart hefur Sólon látið hjá líða að fara þangaö. Þótt óvíst megi telja, að
hann hafi skilið egypzku, hefur það ekki þurft að há viðræðum við egypzka
presta og fræðimenn í Sais, því að fyrirrennari Amasis á faraóstóli, Psammotiches
I, hafði stofnsett skóla fyrir túlka. Staðreynd er það einnig, að Egyptar áttu þá
eigin þjóðarsögu, skráða á papýms og letraða á steintöflur, allt frá hronzöld, en
Grikkir áttu engar viðlíka fornar skráðar heimildir. Að því verður síðar vikið,
hvaðan hinum lærðu Egyptum hafi getað komið sú vitneskja um Atlantis, sem
þeir fræddu Sólon á.
Hver afstaða Platóns sjálfs hafi verið til Atlantissagnarinnar, er umdeilt eins
og flest annað í sambandi við þessa sögn. Ekki er alveg laust við hæðniskeim í
viðbrögðum Sókratesar í samræðuþáttunum við frásögn Kritíasar, en slíkur tónn
var Sókratesi raunar næsta tamur. Ég hallast að skoðunum þeirra, sem telja, að
frásögnin af því, hvernig sögnin hafi borizt Kritíasi yngra, þar með sú staðhæf-
ing, að hann hafi haft einhver skrifuð gögn þar að lútandi, sé ekki einber heila-
spuni Platóns, og afstaða Platóns til sannleiksgildis Atlantissagnarinnar veltur
því fyrst og fremst á því, hve mikinn trúnað hann hafi lagt á þá sögn, sem Sólon
hafði eftir egypzku prestunum. Heimspekingurinn Pósídóníus, f. um 135 f. Kr.,
segir Platón hafa sagt: „Það er hugscmlegt, að þessi sögn sé ekki uppspuni."
Ég ætla, að mikið sé til í þeim ummælum írska fræðimannsins J. V. Luce, sem er
sérfræðingur um forsögu Grikkja og hefur nýlega ritað bók um Atlantisgátuna,