Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1970, Side 61

Andvari - 01.01.1970, Side 61
ANDVARI ER ATLANTISGÁTAN AÐ LEYSAST? 59 lendingunum séu nefndir hellenskum nöfnum. Ég skal segja ykkur ástæðuna. Sólon, sem ætlaði sér aS nota sögnina í kvæði, innti eftir því, hvað þessi nöfn þýddu, og komst þá að því, aS hinir fornu Egyptar, sem höfðu skráð þau, höfðu þýtt þau á sína tungu, og hann fékk að vita, hvað ýms þeirra þýddu, og þýddi þau síöan á okkar tungu. Afi minn átti frumritiÖ, sem er enn í minni eigu, og ég kynnti mér það rækilega, þegar ég var barn." Allt gæti þetta hugsanlega verið soðið saman af Platóni til að gera söguna trúverðugri, en ekki getur þó talizt rnjög líklegt, að svo sé. Og því er ekki að neita, að það sem hann lætur Kritías segja um feril arfsagnarinnar gæti verið sannleikur. Sólon deyr um 560 f. Kr., en Kritías yngri er fæddur um 460 og deyr 403, en þá er Platón 24 ára. Þar eð Kritías eldri var níræður, er hann sagði sonarsyni sínum söguna, er ekkert því til fyrirstöðu, að faðir hans Dropídes hafi getað numið hana af vörum Sólons. Staðreynd er það, staðfest í ljóðum Sólons, að hann fór til Egyptalands, lík- legast um 590. Þá var þar faraó sá, er Amasis hét, vinveittur Mellenum og hafði veitt Naukratis, hellenzkri verzlunarmiðstöð í Egyptalandi, ýms fríðindi, en sú verzlunarmiðstöð var stofnuð um 630. Þar hefur Sólon vafalaust dvalizt eitthvað, en þaðan er aðeins um 16 km leið til Sais, þáverandi aðalstjómarseturs Egypta- lands, og vart hefur Sólon látið hjá líða að fara þangaö. Þótt óvíst megi telja, að hann hafi skilið egypzku, hefur það ekki þurft að há viðræðum við egypzka presta og fræðimenn í Sais, því að fyrirrennari Amasis á faraóstóli, Psammotiches I, hafði stofnsett skóla fyrir túlka. Staðreynd er það einnig, að Egyptar áttu þá eigin þjóðarsögu, skráða á papýms og letraða á steintöflur, allt frá hronzöld, en Grikkir áttu engar viðlíka fornar skráðar heimildir. Að því verður síðar vikið, hvaðan hinum lærðu Egyptum hafi getað komið sú vitneskja um Atlantis, sem þeir fræddu Sólon á. Hver afstaða Platóns sjálfs hafi verið til Atlantissagnarinnar, er umdeilt eins og flest annað í sambandi við þessa sögn. Ekki er alveg laust við hæðniskeim í viðbrögðum Sókratesar í samræðuþáttunum við frásögn Kritíasar, en slíkur tónn var Sókratesi raunar næsta tamur. Ég hallast að skoðunum þeirra, sem telja, að frásögnin af því, hvernig sögnin hafi borizt Kritíasi yngra, þar með sú staðhæf- ing, að hann hafi haft einhver skrifuð gögn þar að lútandi, sé ekki einber heila- spuni Platóns, og afstaða Platóns til sannleiksgildis Atlantissagnarinnar veltur því fyrst og fremst á því, hve mikinn trúnað hann hafi lagt á þá sögn, sem Sólon hafði eftir egypzku prestunum. Heimspekingurinn Pósídóníus, f. um 135 f. Kr., segir Platón hafa sagt: „Það er hugscmlegt, að þessi sögn sé ekki uppspuni." Ég ætla, að mikið sé til í þeim ummælum írska fræðimannsins J. V. Luce, sem er sérfræðingur um forsögu Grikkja og hefur nýlega ritað bók um Atlantisgátuna,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.