Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 76
74
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVARI
Eyjan Krakatá í Sundasundi milli Súmötru og Jövu samanstóð fyrir 1883
af þremur samvöxnum eldkeilum, Rakata, Danan og Perboewatan, sem hlaðizt
höfðu upp á hotni fornrar öskju. Eftir 203 ára hlé hófst þarna gos 20. maí 1883.
Það var mjög kröftugt fyrstu dagana, en síðan sljákkaði það. Það færðist aftur
í aukana seint í ágúst og náði hámarki 26. ágúst og aðfaranótt hins 27. með
ægilegum sprengingum. Heyrðist sú hrikalegasta í næstum 5000 km fjarlægð.
% 'hlutar Krakatár, 'eða um 23 ferkm lands, sukku í sæ, svo að af varð 200—300 m
sjávardjúp. Mynduðust við þetta þrjár geysilegar flóðbylgjur, og náði hin mesta
þeirra 36 m hæð við strendur Jövu og 40 m hæð við Súmötru, en 36.000 manns
drukknuðu á þessum eyjum. Aska barst þaðan í háloftunum allt í kringum
jörðina, svo að sól varð rauð hvarvetna. Samanlagt gjóskumagn, þ. e. ösku- og
vikurmagn, er áætlað 18 rúmkílómetrar. Titringurinn í lofti olli skemmdum á
liúsum í allt að 800 km fjarlægð. Árið 1927 tók svo að myndast eyja í hinni
nýju öskju. Var sú skírð Anak Krakatá, þ. e. bam Krakatár. Krakatárgosið er eitt
hið stórfenglegasta sprengigos, sem vitað er um á jörðinni, og má þó ætla, að
Santórínargosið hafi verið ennþá stórlenglegra, ef gangur þess hefur verið með
svipuðum hætti, því að askja Santórínar er fjórum sinnum meiri að flatannáli
og líklega átta sinnum meira að rúmmáli en askja Krakatár. Og jafnvel þótt
Santórínargosið hefði ekki verið meira en gosið í Krakatá, hlýtur það að hafa
orðið Eyjahafsbúum og þeim, er bjuggu við strendur þess hafs, ærið minnisverð-
ur atburður. Sprengingarnar myndu hafa heyrzt til Færeyja og myrkrið náð allt
til Egyptalands. Hversu hátt flóðbylgjurnar muni hafa náð, er erfitt að segja.
1 sambandi við gos nálægt Santórín árið 1650 komst flóðbylgja í 50 m hæð á
eynni Patmos. Á eynni Anafi, 24 km austan við Santórín, hefur fundizt vikurlag
í 250 m hæð, og telja sumir grískir fræðimenn vikurinn hafa skolazt þangað
með flóðbylgju frá stórgosinu, en að minni ætlan er hér unr loftborinn vikur
að ræða. Allt austur í Palestínu hafa fundizt menjar flóðbylgju frá þessu gosi.
Þar hefur hún skolað vikri 6 m upp á land.
Sé meðaldýpi 1000 m, fer tsunami flóðbylgja með um 350 km hraða á
klukkustund, og hefur hún því ekki verið nema um 20 mínútur á leiðinni frá
Santórín til Krítar.
Marinatos hefur dregið þá ályktun af rannsóknum sínum nærri Akrótíri,
að tvisvar hafi gosið á Santórín með fárra áratuga millibili og hafi fyrra gosið
og jarðskjálfti samfara því lagt eyna í auðn og hulið byggðir hennar vikri, en
síðara gosið liafi þó verið miklu meira og samfara því sú mikla flóðbylgja, sem
velti um höllum á Krít og víðar og batt enda á sjóveldi Krítar. Reisir hann þetta
aðallega á rannsókn á mynztrum þeirra skrautkera, sem hann hefur grafið upp