Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 170
168
RICHARD BECK
ANDVARI
Eins og tekið er fram í málsbyrjun, er hér hvergi nærri um að ræða tæm-
andi upptalningu ljóðaþýðinga vestur-íslenzkra skálda úr erlendum málum.
Þó mun hér vera getið flestra hinna meiriháttar þýðinga þeirra, enda eru þær
teknar upp í kvæðabækur þeirra, sem verið hafa megingrundvöllur þessa yfir-
lits, samhliða því, að ég hefi farið yfir þau vestur-íslenzk blöð og tímarit, sem
ég hefi átt aðgang að. Þær heimildir hafa þó verið mun takmarkaðri en ég hefði
kosið, en við því verður ekki gert úr þessu.
Samanburður á nöfnum skálda þeirra, sem koma til greina í þessu yfirliti,
við skáldatalið í ritgerð minni „Vestur-íslenzk ljóðskáld“ í Tímariti Þjóðræhnis-
félagsins, leiðir einnig í ljós, að hér eru ekki taldar neinar þýðingar eftir sum
þeirra skálda, sem getið er í ofannefndri ritgerð, og er ástæðan sú, að ég hefi
ekki fundið neinar slíkar þýðingar í kvæðabókum þeirra. Vera má þó, að komið
hafi í blöðum og tímaritum vestan hafs einhverjar þýðingar eftir þá, og tekur
það eigi síður til þeirra skálda, sem hafa eigi gefið út ljóðabækur, en var að
verðugu getið í fyrmefndri ritgerð minni um vestur-íslenzk skáld, svo sem
þeirra Jóns Jónatanssonar, Páls Guðmundssonar og Ragnars Stefánssonar.
En þrátt fyrir takmarkanir þessarar greinagerðar um ljóðaþýðingar vestur-
íslenzkra skálda, ber hún því órækan vott, hve mikill þáttur þær þýðingar eru
í bókmenntaiðju þeirra, og merkilegar að sama skapi, þótt þær séu eðlilega mjög
misjafnar að gæðum og gildi. Þær bera ennfremur fagurt vitni bókmenntaleg-
um áhuga skáldanna, sem þar eiga hlut að máli, og bregða nokkurri birtu á
hugðarefni þeirra og lifsviðhorf.