Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 164
162
RICHARD BECK
ANDVARl
Þó andi hans sé hafinn hátt
og heimkynnið sé æðra svið,
mun bróðurhugur berast þýtt
og bræðrum veita þrótt og lið.
Og ævi 'hans mun engurn gleymd —
sem orkulind er breytni hans.
Hann krýndur er til konungdóms
af kærleiks hyggju sérhvers manns.
Sveinn E. Björnsson læknir (1885—1970) birti í kvæðabók sinni Á heiSar-
hrún allmargt þýðinga víðkunnra kvæða eftir ensk merkisskáld: „Excelsior' og
„Fótatak englanna" eftir H. W. Longfellow, „Skýið“ eftir P. B. Shelley, „Ef“
eftir Rudyard Kipling, „Náttgalaóð" eftir Jobn Keats, „Lucy“ eftir W. Words-
worth, „Brjót, brjót, brjót“ eftir Alfred Tennyson, og „Síkveðurnar“ eftir
Aldous Huxley; ennfremur „Apríl í uppsveitum" og „1 marzmánuði" eftir
Archibald Lampmann (1899—1961), eitt af fremstu skáldum Kanada og talinn
mikill snillingur í náttúrulýsingum. Má sjá glögg merki ástar hans á hinni ytri
náttúru og innsæis hans í lokaerindum fyrmefnds kvæðis hans:
Minn andi úr læðing leystur er,
hann landsins töfra í hilling sér,
er vor í blámann bendir mér,
af blundi upp eg hrekk.
Og orð mér berst að eyrum þýt-t;
því allt er kyrrt, svo milt og hlýtt:
í einum teyg við bláloft blítt
nú bikar lífs eg drekk.
í útþrá vors eg umbrot finn,
sem endurlífga dalinn minn,
er blærinn leikur létt við kinn;
því lífið allt er breytt.
Sjálf jörðin fegurst eilífð er
með upprisuna í skauti sér.
Við endi lifs til lífs eg fer,
mitt líf og hún er eitt.
Stórbrotnust þessara kvæða, enda löngu sígild talin í enskum bókmenntum,
eru „Skýið“ og „Náttgalaóður“. Gerir Sveinn, þegar á allt er litið, kvæðum
þessum merkilega góð skil í þýðingum sínum, því að þau eru erfið viðfangs,