Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 26
24
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVARI
uni tíma má ráða af því, að hann var þá um haustið hosinn annar af tveimur
fulltrúum félagsins á stofnþing Alþýðusamhandsins, sem haldið var í marz
1916. Fyrir þingið fékk Jónas það hlutverk að semja uppkast að lögum
sambandsins, og mun það uppkast enn vera til með eigin hendi lians.
Jónas studdist þar við þá ensku fyrirmynd að tengja hina faglegu baráttu
og pólitíska baráttu saman. Því varð Alþýðusambandið í senn bæði verka-
lýðssamband og flokkur. Alþýðuflokkurinn var önnur greinin á stofni þess.
Jónas átti þess kost að eiga sæti í stjórn Alþýðusambandsins, en hann
hafnaði því. Hann hafði ákveðið að vinna að annarri flokksstofnun, sem
fyrst og fremst skyldi helguð sveitunum, en milli hins nýja flokks hænda
og liins nýstofnaða verkamannaflokks skyldi vera náin samvinna, og sam-
starf þessara tveggja fjölmennustu stétta landsins tryggð á þann hátt.
Seinustu afskipti Jónasar innan Alþýðusamhandsins, meðan hann var
þar enn starfandi, voru að hafa áhrif á það, að Jón Baldvinsson yrði kos-
inn formaður þess. Jón var þá enn lítt þekktur og óreyndur, en þetta val
reyndist eigi að síður rétt, því að Jón varð Alþýðusambandinu og Alþýðu-
flokknum traustur og farsæll leiðtogi. Milli þeirra Jónasar og Jóns hélzt
jafnan náinn kunningsskapur, sem hafði mikil áhrif á íslenzk stjórnmál um
tuttugu ára skeið.
Jónas fór fljótlega eftir að hann varð ritstjóri Skinfaxa að ræða um það
við félaga sína, að flokkaskipunin í landinu væri orðin úrelt og ný flokka-
skipun þyrfti og myndi brátt koma til sögunnar. Gamla flokkaskipunin
var reist á hinni pólitísku deilu við Dani og snerist rneira urn form en
efni. Flin nýja flokkaskipun myndi og ætti að snúast um innanlandsmálin
fyrst og fremst og hlyti að verða reist að verulegu leyti á þeirri stéttaskipt-
ingu, sem væri að myndast í landinu. Með tilkomu vaxandi kaupstaða og
kauptúna risu upp nýjar stéttir eða verkamenn og sjómenn annars vegar
og atvinnurekendur hins vegar. Þá færi kaupmannastéttin vaxandi í fram-
haldi af því, að verzlunin færðist inn í landið. I nágrannalöndum okkar
skipuðu þessar stéttir sér í sérstaka flokka, verkamenn í sósíalíska flokka
og atvinnurekendur og kaupmenn í íhaldsflokka. I þriðja lagi væru svo
frjálslyndu flokkarnir, sem ættu meginfylgi hjá ýmsum millistéttum og
hjá hændum, t. d. á Norðurlöndum. Bændastéttin, sem enn væri fjölmenn-
asta stéttin í landinu, ætti heima í slíkum flokki. 1 samræmi við þetta hlytu
að verða hér þrír flokkar í náinni framtíð eða íhaldsflokkur, verkamanna-