Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 101
ANDVARI
FRÁ SIGHVATI SKÁLDI ÞÓRÐARSYNI
99
Fúss læzk maður, ef missir
meyjar faðms, at deyja.
Keypt es ást, ef eptir
of látinn skal gráta.
En fullhugi fellir
flóttstyggr, sás varð dróttin,
várt torrek lízk verra,
vígtár, konungs árum.
Stóðlc á mont ... borgum nær — segir Sighvatur. Hann hefur verið staddur
á fjalli suður á Ítalíu nærri einhverjum köstulum, þegar hann spurði fall Ólafs
konungs, og verður honum þá efst í huga ófriðurinn, en hann man einnig þann
konung, er undi forðum löndum, og þá stund, er hann kom fyrst til konungs
og hitti þar fyrir föður sinn, eða eins og segir í vísunni: Þorr0ðr faðir rninn var
þar þenna öndverðan brum.
í seinni vísunni mætast tveir ólíkir heimar, annars vegar suðrænn maður, er
ber allar tiliinningarnar utan á sér, hins vegar norrænn víkingur, flóttstyggur
fullhugi, er byrgir inni geðshræringu sína, fellir einungis vígtár, eins og Sig-
hvatur orðar það, og hann er ekki í neinum vafa um, livor þeirra hafi misst meira.
í 8. kapítula segir m. a. frá því, að Sighvatur kom heim til Noregs og norður
til Kaupangs. Þar var þá Sveinn konungur og bauð Sighvati að fara til sín, því
að hann hafði verið fyrr með Knúti inum ríka, föður Sveins konungs. Sighvatur
segir, að hann vill fara heim til bús síns. Það var einn dag, er Sighvatur gekk
út á stræti. Hann sá, hvar konungsmenn léku. Sighvatur kvað:
Geng ek um þvert frá þengils, Minnumk ek, hvar manna
þróask ekki mér, rekka, minn dróttinn lék sinna
emk sem bast, í brjósti, opt á óðalstoptum
bleikr, verðungar leiki. orðsæll ok vér forðum.
Síðan fór hann til bús síns. Hann heyrði marga menn árnæla sér og segja,
að hann hefði hlaupizt frá Ólafi konungi. Sighvatur kvað:
Hafa láti mik heitan
Hvíta-Kristr at víti
eld, ef Áleif vildak,
emk skírr um þat, firrask.
Vatnærin befk vitni,
vask til Rúms í haska,
öld leynik því aldri,
annarra þau manna.