Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 114
112
JÖRGEN BUIÍDAHL
ANDVARl
skipulag. Þar dafnaði merkileg og auðug menning, skáldskapur, kvæði og sögur,
er síðar voru færðar í letur. íslenzk skáld voru höfð í hávegum við hirðir norr-
ænna stórhöfðingja. En svo komst landið undir Noregskonung, og síðan laut
það Dönum, unz það féll hálfvegis í gleymsku; eldgos, farsóttir og ekki sízt
verzlunareinokun hrjáðu íbúa þessa fjarlæga og næðingssama útskers nyrzt í
Atlantshafi; en menningarleifð þeirra varðveittist á skinni og bókfelli, er menn
afrituðu og lágu á „eins og orrnar á gulli“, eins og Magnús Olafsson segir í bréfi
til Ole Worm. Einungis örfáir rnenn vissu um þennan fágæta bókmenntafjár-
sjóð. Friðrik III, er var mjög bókelskur maður, komst á snoðir um hann og gaf
Brynjólfi biskupi Sveinssyni fyrirmæli um að afhenda sér að gjöf merkustu
handritin: Flateyjarbók, Grágás, Morkinskinnu, báðar Eddurnar o. s. frv. Þá
kom röðin að Svíum. Jón Eggertsson mun hafa keypt upp nokkur hundruð
handrita, og fór það leynt. En nú urðu Danir felmtri slegnir. 1 konungsbréfi til
Heidemanns landfógeta segir, að „engin handrit skuli seld útlendingum eða
flutt úr landi“. Danir tóku málið í sínar hendur og sendu Áma Magnússon til
að safna því, sem eftir var. Hann flutti leifarnar til Kaupmannahafnar, og þar
eru þær enn í dag. Á safni hans störluðu íslendingar, er áttu að færa handritin
í aðgengilegan búning, svo að Danir gætu einnig stundað handritagrúsk. Starf-
inu miðaði hægt, og áhuginn var takmarkaður nerna af íslendinga hálfu, er
biðu með eftirvæntingu fregna af dýrgripum sínum á framandi grund.
Með rómantísku stefnunni vaknar áhugi á íslandi á nýjan leik. Þýðingar
fonnbókmenntanna verða hráefni í öndvegisrit gullaldlarskáldanna Oéhlenr
schlægers, Grundtvigs og Tegnérs og gefa starfinu á Árnasafni byr undir vængi.
íslendingasögurnar birtast á dönsku hver af annarri og verða smárn saman al-
menningseign. Áhuginn beinist einkurn að Völuspá í Ljóða-Eddu, er ásarnt
Snorra-Eddu sýnir okkur inn í furðuheim norrænna goðsagna. Nú tók almenn-
ingur að komast í kynni við Þór, Óðin, Freyju, Baldur, Heimdall, Loka o. s. frv.
Norrænt endurreisnartímabil hefst, og menn fara að kenna „oldnordisk" í skól-
unum (og gleyma því, að sú tunga ætti fremur að heita forníslenzka). Verulegur
skriður kemst nú á rannsóknir í norrænum fræðum. Voru það einkurn danskir
og norskir fræðimenn svo sem Svend Grundtvig og Sophus Bugge, er hófust
handa urn að ákvarða nánar, hvers konar norræna þetta var, en þeim hætti við
að gleyma, að það, sem hér var um að ræða, var hvorki norskt eða danskt, heldur
tslenzkt, að þessi aragrúi handrita var nær undantekningarlaust ritaður á íslandi,
af íslendingum og handa Islendingum. Þeirn heppnaðist einnig að bjarga að
nokkru leyti forsögu Dana og Norðmanna í munnlegri geymd og koma henni
á bókfellið. Með þessu norræna hjali lá við sjálft, að ísland hyrfi á ný í gleymsku-
móðu og þann skáldlega hugarheim, er gerir þetta nægjusama land, sem enn á