Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 98
96
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
hann þóttist eiga nauðsyn að mæla við konunginn, en margir menn voru komnir
til konungsins, og var þröng mikil fyrir konunginum, svo að Sighvatur náði eigi
máli hans. Sighvatur kvað þá vísu:
Þröngvizk ér of ungan,
ítrmenni, gram þenna,
bægjumk öld, svá at eigi
Óláfs tnáik máli.
Mér varð orð at órum
auðsótt frömum dróttni,
þás óðum mjök móðir
mjöll á Dofrafjalli.
En er Olafur konungur heyrði vísuna, þá svarar hann og rnælti: ,,Og enn
skal þér auðvelt vera, skáld, að mæla við oss slíkt sem þú vilt.“ Nú gafst Sig-
hvati rúmið þegar að mæla við konunginn slíkt sem hann vildi.
Frásögn þessi er varðveitt í Flateyjarbók, og hugði sr. Magnús Þórhallsson,
að sr. Jón Þórðarson hefði sleppt henni, er hann ritaði Ólafs sögu fyrr í bókinni,
eins og áður hefur verið vikið að. En þar skauzt Magnúsi, frásögnin var raunar
kornin áður, í 92. kapítula, í ögn frábrugðinni gerð, og er sennilegra, að hún
verði rakin til ritara þeirrar sérstöku Ólafs sögunnar eftir Snorra, er sr. Jón
studdist þarna við, fremur en hans sjálfs. Fleimild ritarans er auðvitað Ólafs saga
Styrmis, þótt hann leyfi sér að víkja nokkuð frá henni. Vér birtum hér til saman-
burðar þessa fyrri Flateyjarbókargerð:
Svo er sagt, að Sighvatur skáld væri lengstum með Ólafi konungi, meðan
þeir voru á lífi báðir, og einhverju sinni bar svo til förurn þeirra Ólafs konungs,
að þeir höfðu farið um Dofrafjall, en það var um vetur, og var þar Sighvatur
þá, og þar tók þá snæfall rnikið, og gerðist ill færðin, og var mjöllin svo djúp, að
hrossin fengu eigi vaðið, og fóru rnenn á fæti og vildu þó leita af fjallinu. Og
nú bar svo til, er á leið daginn og dimma tók, að þeir urðu tveir saman, Ölafur
konungur og Sighvatur, og hafði hann yfir sér feld grán. Og er þeir sóttu af
fjallinu og færðin batnaði, þóttist Sighvatur finna, að konunginum svalaði mjög,
því að honum hafði orðið ákaflega heitt um daginn. Þá mælti Sighvatur við
konunginn og kveðst rnæðast taka mjög undir feldinum af hita og erfiði og lézt
eigi mega bera hann lengur eftir sér. Konungurinn bað hann selja sér feldinn
og mundi lrann bera. Og nú gerðu þeir svo, og fóru þeir svo um hríð, og tók
konungi að orna undir feldinum, og þá koma þeir að bæ nokkurum. Þá mælti
Sighvatur: „Eigi er það minnur, að mig tekur nú að kala, en mér var heitt fyrir
stundu." „Er svo nú, skáld?“ segir konungur. „Eigi þykir mér skipta, þótt eg