Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 196
194
SIGURGEIR FRIÐRIKSSON
ANDVARI
Naar man bjærger H0et paa Island i September,
saa kommer man til Danmark i November.
Það var dóttir Appels skólastjóri í Askov, sem skeytið sendi.
Sigurgeir svaraði begar á ensku:
I saw here many a sweet apple,
but sweetest of all was miss Appel.
Þótti bæSi fljótt og skemmtilega svaraS, og naut Sigurgeir brátt góSrar virSingar
í skólanum. Honum var aS lokum boðið að taka ]>róf sitt nokkru síSar en aðrir til
að vinna það upp, hve seint hann hefði í skólann komið, og þáði hann það boð.
Eftir prófið sagði skólastjórinn mér, en honum hafði ég orðið dálítið málkunnugur
um haustið, aS próf Sigurgeirs hefSi vissulega verið skemmtilegasta prófið við skól-
ann. Sérstaklega þótti honurn aðalverkefniS vel af hendi leyst. Það var bréf, sem
Sigurgeir ritaði sem bókavörður í Reykjavík til bókavarðar, sem var að stofna almenn-
ingsbókasafn á IsafirSi. Einkum þótti skólastjóranum Sigurgeiri vel takast að lýsa
margsháttar ágæti spjaldskrárinnar, t. d. til þess að semja prestsræSur, sem mætti
stokka eins og spil og fá þannig nýjar og nýjar ræður fyrirhafnarlítið.
Þegar Sigurgeir hafði lokið prófi sínu í Kaupmannahöfn, hélt hann til Svíþjóðar
til að kynna sér störf almenningsbókasafna þar. Ég missti eins og sjónar af honum
þar og get ekki frá því sagt, hvort hann kom víðar við á leið sinni heim. En er hann
kom til Reykjavíkur, tókst hann á hendur aS ég hygg hiS fyrsta starf, er honum
bauðst, en það var fjármálastjórn og afgreiðsla Tímans, sem þá var vikublaS. Þetta
var eina starfið, sem ég heyrði hann kvarta yfir. Hann sagði, aS fjármál blaðsins
hefSu verið i megnustu óreiðu, og hefði það verið vanþakklátt þrældómsstarf að koma
þeim í það horf, aS sézt hefSi til botns. En að öðru leyti hafði hann hamingjuna með
sér. Hann kynntist Páli Eggert Ólasyni prófessor, sem þá var bæjarfulltrúi í Reykja-
vík, og tókst með þeim mikil vinátta og samvinna. Ekki voru nema full tvö ár liðin
frá heimlkomu Sigurgeirs frá bókavarðaskó'lanum á Kaupmannahöfn, er Bæjarbókasafn
Reykjavikur 'hóf starf sitt, þar sem Páll Eggert var fonnaður stjómarnefndar safns-
ins, en Sigurgeir bókavörður. Eftir það helgaði hann bókasafninu alla starfskrafta sína.
Svo var einnig, er hann lagði upp í sína seinni námsferð, ferðina miklu til Eng-
lands og Ameríku, ferðina, er hann segir frá í bréfinu mikla til mín. Hann fór þá
ferð fyrir það eitt, að honum fannst hann ekki fullnuma í bókasafnsfræðum sínum.
Hann kostaði þá för að öllu sjálfur af þeim launum, er hann hafði dregið saman í
fjögur ár. Þau laun voru ekki mikil, en hann var einhleypur, og enginn, er ekki
þekkti hann, getur gert sér grein fyrir því, hve sparneytinn hann var. Hann var þrjú
ár í þessari för sinni og kom slyppur og snauður heim, en skuldaði engum neitt. Svo
settist hann að síarfi sínu, eins og hann hefði aldrei við það skilið, ýmislegri reynslu
ríkari, sem hann talaSi fátt um, en hefur eflaust látið koma fram í starfi sínu. Ég
held, að hann hafi lítið litið upp frá starfi sínu, nema eflaust hefur hann gert það,
þegar hann kvongaðist 1. ágúst 1932 Malínu Hjartardóttur, þá 51 árs gamall. Ég
var hvergi nærri við þá athöfn, en kunningi okkar beggja sagði, að þá hefði sannazt