Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 31
ANDVARl
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU
29
asar og Gests á Hæli um framboÖ óháðra bænda. Þá um Jónsmessuleytið
bittust þeir Jónas og Hallgrímur Kristinsson í fyrsta sinn. Hallgrímur var
þá orðinn aðalleiðtogi samvinnuhreyfingarinnar, einstakur hugsjóna- og
athafnamaður. Jónas Jónsson var þá nýlega húinn að skrifa tvær greinar
í tímarit kaupfélaganna, sem mikla athygli höfðu vakið. Onnur þeirra hafði
fjallað um nauðsyn þess, að samvinnumenn kæmu upp sínum eigin skóla
til að mennta starfsmenn sína, en hin var urn það, að stofnuð yrði heild-
sala kaupfélaganna, en Samband íslenzkra samvinnufélaga hafði þá ekki
farið út á þá braut. Við þessa síðari grein Jónasar hafði ritstjóri tímaritsins,
sem var Sigurður í Yztafelli, skrifað þá athugasemd, að slík heildsala gæti
strandað á því, að hún fengi ekki rekstrarlán. A fundi þeirra Jónasar og
Hallgríms voru báðar þessar hugmyndir ýtarlega ræddar, enda hafði Hall-
grímur haft áhuga á þeim báðum. Upp úr þessum fundi þeirra spruttu
hin nánu tengsl, sem urðu milli Framsóknarflokksins og samvinnuhreyf-
ingarinnar. Á næstu misserum framkvæmir Hallgrímur líka báðar áður-
nefndar hugmyndir Jónasar, stofnun samvinnuheildsölunnar og stofnun
Samvinnuskólans. Þau ár, sem Hallgrímur stjórnar samvinnuhreyfingunni,
urðu mesti gróskutíminn í sögu hennar, en hans naut ekki lengi, því að
hann lézt í ársbyrjun 1923, 46 ára gamall. Þegar Jónas minntist stofn-
unar Tímans og Framsóknarflokksins, komst hann oft þannig að orði:
„Þetta hefði ekki verið hægt án Hallgríms."
Samvinnuskólinn tók til starfa haustið 1919 undir stjóm Jónasar, sem
hafði þá sagt upp starfi sínu við Kennaraskólann. Hann gegndi skólastjóra-
starfinu óslitið til 1955, að undanskildum þeim árum, sem hann var ráð-
herra. Samvinnuskólinn varð strax tveggja vetra skóli. Stofnun hans mátti
heita alger nýjung á sínum tíma. Enginn slíkur skóli var þá til á Norður-
löndum eða í Bretlandi. Segja mátti, að ætlunarverk skólans væri tvíþætt,
í fyrsta lagi að undirbúa væntanlega starfsmenn samvinnufélaganna, og í
öðru lagi að fræða nemendur um félags- og samvinnumál, svo að þeir
yrðu betri liðsmenn í samvinnuhreyfingunni, þótt þeir yrðu ekki beinir
starfsmenn hennar. Vegna þessa tvíþætta verkefnis varð skólinn eins konar
sambland verzlunarskóla og lýðskóla, og því var reynt að sameina sér-
fræðinám og almenna, hagræna menntun. Þetta heppnaðist Jónasi tví-
mælalaust vel. Skólinn hlaut því fljótt mikið álit, og aðsókn að honum
var oftast meiri en hægt var að fullnægja. Auk skólastjórnarinnar kenndi