Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 152
150
RICIIARD BECK
ANDVARI
Yfir þýðingu þessari er sá ljóðræni blær, sem er eitt aðalcinbenni frumortra
kvæða Jóhanns Magnúsar, samhliða djupri samúð hans með mannanna böm-
um. Hefir sú sorgarsaga, sem kvæðið segir, snortið hans viðkvæma hjarta, og
má svipað segja um ,,Söngmeyjar-slag“ Chattertons, en það er harmasöngur ung-
meyjar yfir látnum elskhuga.
Kemur þá að þeim manninum, er var stórvirkastur ljóðaþýðenda úr erlend-
um málum meðal vestur-íslenzkra skálda, en það var Sigurður Júlíus Jóhannes-
son læknir (1868—1956). Áður en hann fluttist vestur um haf (1899), hafði
hann snúið allmörgum kvæðurn á íslenzku, en gerðist þó enn mikilvirkari á því
sviði eftir að vestur kom, og birtust áratugum saman þýðingar eftir hann, aðal-
lega af enskum kvæðum og amerískum, í vestur-íslenzkum hlöðum og tímarit-
um; yrði það geysimikið safn, ljölskrúðugt og merkilegt, ef þýðingar hans væru
gefnar út í heild sinni í bókarfonni. En margar þeirra er að finna í kvæðabók
hans Kvistum, Ljóðum hans, er Steingrímur kennari Arason valdi og komu út
á vegum Bamablaðsins Æskunnar (1950), og í Úrvalsljóðum Sigurðar, sem út
komu einnig á vegum Æskunnar (1968) í tilefni af aldarafmæli skáldsins og
sá, er þetta ritar, hjó til prentunar. Um þýðingar Sigurðar, þótt í stuttu máli
væri, fjallaði ég í æviminningu minni urn hann, er nefndist „Skáldið og hug-
sjónamaðurinn Sigurður Júlíus Jóhannesson" (Tímarit Þjóðræknisfélagsins 1958).
Þar er tekið fram, að margar þýðingar hans af lengri kvæðum og stórbrotnari
sé þó eigi að finna í ljóðabókum hans, er út höfðu komið fram að þeim tíma,
Kvistum og Ljóðum-. Gildir hið sama um Úrvalsljóðin (1968). En eins og ég
tók fram í formála mínum, leyfði rúmið eigi, að teknar væru upp í safnið rnargar
meiriháttar þýðingar Sigurðar, af sömu ástæðum haifði Steingrímur Arason
orðið að ganga fram hjá slíkum þýðingum, er hann valdi efnið í Ljóð Sigurðar,
þótt þar sé annars harla fjölskrúðugt úrval þeirra.
í ofannefndri æviminningu um Sigurð taldi ég hins vegar upp allmargar
meiriháttar þýðinga lians, sem eru ekki í ljóðabókum hans, og lét þess jafnframt
getið, hvar þær væri að finna. Læt ég mér nægja að vísa til þeirrar upptalningar.
En til viðbótar vil ég draga athygli lesenda að eftirfarandi þýðingum hans, sem
allar eru hinar merkustu: „Hvernig er fólkið?“ eftir Edwin Markham (Lögberg
18. des. 1941), „Dæmisaga" eftir James Russel Lowell (Lögberg 12. janúar 1950)
og „Eins og vér fyrirgefum" eftir Alfred Noyes (Lögberg 1. janúar 1953). Um
hið síðasttalda kvæði fer Sigurður þeim orðurn í athugasemd með þýðingunni,
að sér hafi fundizt það „svo stórkostlegt, frumlegt og fagurt, að viðeigandi væri
að reyna að snúa því á íslenzku"; er það ekki orðum aukið, og fjarri fer því, að
á þýðingunni séu nokkur ellimörk, þótt Sigurður væri orðinn meir en hálf-
níræður. Ekki verður það heldur sagt um kvæðið „Bláfuglinn" eftir Arthur S.