Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 142
RICHARD BECK;
Ljóðaþýðingar vestur-íslenzkra skálda
úr erlendum málum
í tilefni af aldarafmæli Stephans G. Stephanssonar ritaði ég grein um Ijóða-
þýðingar hans í Tímarit Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi (1954) og
hirti þar rnörg sýnishorn af þeim. Kemur hann því ekki við sögu í þessari ritgerð
um þýðingar vestur-íslenzkra skálda úr erlendum málum á íslenzku; en þetta
yfirlit er takmarkað við þær þýðingar þeirra, og er það sagt með það í huga, að
ýmsir í þeirra hópi hafa, eins og alkunnugt er, unnið merkilegt og þakkarvert
starf með þýðingum sínum af íslenzkum ltvæðum á enska tungu.
Fjarri fer því þó, að hér verði um að ræða tæmandi upptalningu á þýðing-
um íslenzkra skálda vestan hafs úr erlendum málum, og ber margt til þess. I
fyrsta lagi eru þær orðnar geysimargar, skipta líklega orðið nokkurum hundruð-
um, ef öll kurl kæmu til grafar, og tæki upptalning þeirra ein saman þess vegna
upp mikið rúm. Ennfremur eru þær dreifðar í vestur-íslenzkum blöðum og
tímaritum, sem ég á nú eigi aðgang að nema að litlu leyti. Hefi ég því aðallega
leitað slíkra þýðinga í kvæðabókum umræddra skálda, eins og fram kemur í
tilvitnununum. Eigi að síður vona ég, að þetta yfirlit, hið fyrsta af sínu tagi,
nái þeim tilgangi sínum að gefa sæmilega hugmynd um þá hlið Ijóðagerðar vestur-
íslenzkra skálda, sem hér er fjallað um, og dragi um leið, beint og óbeint, nokk-
ura athygli að því, hvernig lífsviðhorf þýðendanna og hugðarmál speglast í
ljóðavali þeirra. Rætt verður hér um skáldin í aldursröð, en um æviatriði þeirra
leyli ég mér að vísa til ritgerðar minnar „Vestur-íslenzk Ijóðskáld" (Tímarit
Þjóðræknisfélagsins 1951), eins langt og sú frásögn nær.
Sigurður Jón Jóhannesson frá Mánaskál (1841—1923) er elztur þeirra skálda,
sem hér koma til greina, en hann fluttist vestur um haf á hinum allra fyrstu
landnámsárum (1873). I Ljóðmælum hans eru þrjú kvæði þýdd úr dönsku, eitt
úr þýzku, og hið fimmta úr ensku, „Fiskimanns kall“, en eigi er höfundur neins