Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1970, Síða 122

Andvari - 01.01.1970, Síða 122
120 JÖRGEN BUKDAHL ANDVAEI lega strengi þannig að allir gátu tekið undir. Hann var maSur fjölfróSur eins og allir sannir íslendingar, stóð djúpum rótum í íslenzkri mold og fylgdist vel með því, sem gerðist í veröldinni. Hann var mikilvirkur þýðandi, prestur, vinur Brandesar, hafði áhuga á norrænum, einkum józkum málefnum. íslendingar nefna hann séra Matthías. Eg stend við gröfina, hjúpaða nýföllnum snjó, fáein haustblóm og gulnuð strá standa upp úr mjöllinni og bærast í morgunblænum. Kirkjugarðurinn stendur hátt; Akureyri liggur fyrir neðan okkur í djúpri hvilft milli blárra fjalla, sveitir Eyjafjarðar snæviþaktar, sjórinn blágrár. Ekkert þjóð- skáld á fegurra hvílurúm. Eg hef staðið við gröf Oehlenschlægers í kirkjugarð- inum á FriÖriksbergi, Tegnérs í Vexjö, Björnsons í Ósló, Runebergs í Borgá og nú loks hjá séra Matthíasi á frjálsu íslandi. Þegar við minnumst 'hans, skynjum við hið ævarandi samhengi í menningu íslendinga, svo sem það birtist í sögu þeirra, trú, víðsýni og tryggð við þjóðararfinn. ísland breiðir út faðminn, hjúpað hvítu snælíni undir bláum árdegishimni. í austri lágir ásar Vaðlaheiðar, að baki Súhirnar, basaltklettar, sem bera nafn með rentu. Að skilnaði lít ég um öxl til grafarinnar hvítu; fáeinir fjóluhláir haustfíflar kinka kolli í kveðjuskyni. III Því næst kom röðin að Suðurlandi. Fyrst var haldið að Skálholti, liinu forna biskupssetri. Fjallshlíðarnar skörtuðu skrautlegum haustlitum. Ég hafði gert mér i hugarlund, að ísland líktist Noregi, en það er allt að því andstæða þess. Að vísu eru hér fjöll og dalir, sem minna á Noreg, en línur og litir eru gerólíkir, einkum þó birtan; blámi vatnsins og grænka dalanna eru tær og létt — ekkert sem þrúgar og þyngir — enda er landið paradís rnálara og íslenzk landlagsmál- verk á heimsmælikvarða. Þegar við höfðum skoÖað Kerið, kulnaðan gíg, og nálguðumst Skálholt, kom örlítið kornkennt fjúk, er huldi vart jörðina, og brátt kom Skálholtskirkja í ljós, lágreist og hrörleg. Ömurleg sjón. Ekkert er eftir af hinum auðuga menn'ngar- bæ umhverfis dómkirkjuna, miðstöð hámiðalda. Litla kirkjan þarna stendur stök og yfirgefin, allt er komið í eyði. Hvílíkur hljómur í nafninu Skálholt! I lér sátu valdamiklir og lærðir biskupar í sjö aldir, sá fyrsti þeirra, ísleifur Gissurarson, var vígður 1056. Siðaskiptin rufu ekki um sinn menningarsamhengiÖ. Hér reisti Brynjólfur Sveinsson biskup nýja dómkirkju um miðja 17. öld. Biskupssetrið stóð við hlið hennar, og þar voru varðveitt dýrmæt liandrit, er biskup varð síðar að láta af hendi við Friðrik III og nú eru geymd í Konunglegu bókhlöðunni í Kaupmannahöfn. — En harðindaár fóru í hönd, fátækt og basl, dómkirkjan lenti í niðurníðslu, dýrgripir hennar voru sendir til Kaupmannahafnar, þeirra á meðal hin fræga, hollenzka, gyllta altaristafla, sem Ögmundur Pálsson, síðasti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.