Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1970, Page 175

Andvari - 01.01.1970, Page 175
andvari ÍSLENZKUR PRÓSASKÁLDSKAPUR 1969 173 hann haldi niðri í sér andanum og hlustí, bíði, voni: Ætlar þessari martröð ekki að linna? Er hvergi tryggt skjól? Hér er áreiðanlega fjallað um þungvægan vanda í lífi nútímamanna. Jafnframt lýsir sagan vanda sambýlis. Ekki endilega vanda sam'býlis íslend- inga við erlenda menn eða vanda sambýlis iðnaðarríkja við fátækan umheim, heldur vanda sambýlis fólks, sem engar eða tregar samgöngur eru á milli. Menn tala hver fram hjá öðrum, hittast aldrei. Við getum búið í sömu stofu í sama sófa, en á milli okkar eru ekki rneiri samgöngur en á milli heimskautanna. Þessi skortur tengsla, mannlegra samgangna, er e. t. v. mesta orsök öryggisleysis og angistar. Kona bókarinnar lifir í þvílíku ginnungagapi ótta og framandleika. Um mennina viturn við minna. Við sjáum þá og heyrum að mestu með augurn og eyrum hennar. Þó virðast strax skapast með þeim gagnkvæm tengsl. Þeir sýnast tiltölulega öruggir, og í augum konunnar verða þeir fyrst haltir og loks að einum manni. Hún, sem stöðugt lifir í einmana angist, án mannlegra tengsla, endar sem steinrunnin. Hvorug niðurstaðan er sérlega bjartsýn, en myndi hér ekki snert við djúp- stæðum sálarlegum vanda í lífi okkar? Furður sögunnar gefa henni blæ dulúðar. Þó er ríkjandi í frásögninni allri skýr birta, en sú birta er vitsmunalegs eðlis. Hvers eðlis er þá dul sögunnar? Kynni hún ekki að vera trúarleg? Kona sögunnar er ekki aðeins eiginkona manns síns, heldur líka rnóðir hans, sem gefur honum brjóst litlum dreng. Hvað gerist, þegar þessi kona vísar guðsmóður frá? Hver er sá, sem ekki er rúm fyrir í húsinu á jólanótt? Kemur sérhver frelsari sem slík ógnun, að við rennum í stein? Eða er á ferð óvinurinn sjálfur? Em frelsari og djöfull e. t. v. görnul nöfn á táknurn, sem nú á tímum ganga undir öðrum og nýtízkulegri hugtökum? Hvað sem hður öllurn túlkunartilraunum, er mest um það vert, að þessi saga höfðar ákaflega sterkt til lesanda síns sem raunhæf og ósvikin heimild urn líf og vanda okkar kynslóðar. í látleysi og einfaldleik sínum er Leigjandinn margbrotið og auðugt listaverk. Skýrar gáfur og vitsmunaleg snerpa andspænis dulúð, sem lituð er trú eða trúarþörf, gæða söguna spennu og sérstæðum andlegum þokka. V Vaxandi táknstefna í íslenzkum prósaskáldskap setur ekki síður mark á Him- inbjargarsögu eða Skógardraum Þorsteins frá Flamri en á Leigjandann. Ef við segjum einföldum orðum, að leiðarminni Leigjandans sé leitin að öiyggi, gætum við sagt, að leiðarminni Himinbjargarsögu sé leitin að von.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.